is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31035

Titill: 
  • „Ef þú þorir ekki að fara út fyrir normið bróðir" : rannsókn á möguleikum íslenskrar rapptónlistar á erlendum markaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að kanna þá möguleika sem íslensk rapptónlist gæti haft á erlendum markaði. Íslenska rappið er ein stærsta menningarhreyfing í íslenskri tónlist okkar tíma og minnir um margt á nýbylgjunna á 9. áratugnum, því er áhugavert að skoða allar mögulegar leiðir sem þessi mikilvæga sena gæti farið í náinni framtíð.
    Þar sem heimildir eru af skornum skammti tengt rannsókn sem þessari þá munu upplýsingar koma að stórum hluta til frá viðtölum við listamenn og mikilvæga aðila í tónlistariðnaði Íslands, einnig er sagan skoðuð til samanburðar á líðandi atburðum og kafað er ofan í tónlistina á rökfræðilegan hátt til að byggja upp sýn á hvaða eiginleikar tónlistarinnar og senunnar sjálfrar gætu gefið tækifæri og ástæðu til útflutnings á erlendan markað sem og hvaða eiginleikar gætu verið áskorun og hindrun.
    Helstu niðurstöður eru þær að valmöguleikar fyrir íslenskt hip hop á erlendum markaði eru fleiri en í fyrstu mætti ætla en eru þeir bundnir við mismunandi lönd, tungumál og áhuga listamannana sjálfra. Íslenska tungan skapar bæði tækifæri og hindranir og nóg er einnig að gera nú þegar á íslenskum markaði að svo stöddu, það getur þó breyst því líftími sena er ekki svo langur og þegar tónlistarstefnur tvístrast þá fara leiðir til árangurs að verða fjölbreyttari og með víðari sjóndeildarhring.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ef þú þorir ekki að fara út fyrir normið bróðir - BA-ritgerð Hafsteinn Þráinsson.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna