en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31036

Title: 
  • Title is in Icelandic Lækning án lyfja : máttur tónlistar, hljóðs og sköpunar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Dreifing lyfja og geðlyfja hefur sjaldan verið eins gríðaleg og hún er í dag. Fólk stólar á lækningu í töfluformi þrátt fyrir að í ótal tilvikum sé líkami okkar fullfær um að lækna sig sjálfur. Alltaf hefur mér litist illa á þessa lyfjaþróun og reyni af mesta magni að halda mig frá henni. Heilbrigt mataræði og dagleg hreyfing er okkar helsta náttúrulega lækning en það er margt annað sem ber slíkan lækningarmátt. Þessi ritgerð mun fjalla um helsta lækningarmátt að baki tónlistar, tónlistarsköpunar og hljóðs. Lengi hefur tónlist og hljóð verið notuð í lækningum á bæði andlegum og líkamlegum sjúkdómum. Ástæða slíkrar notkunar er að mestu leyti útaf þeim áhrifum sem tónlistin og hljóðið hefur á líkama okkar og líffæri, heila og taugakerfi. Ritgerðin mun fræða um þessa áhrif og hvernig þau áhrif hafa verið notuð á ýmsa sjúkdóma. Hún mun veita innsýn í hljóðnotkun andlegra lækninga, hvaða hljóðfæri talin eru bera lækningarmátt og hvernig hægt er að setja hljóð í daglega hugleiðslu. Að lokum mun ég fjalla um mína eigin persónulegu reynslu af slíkum lækningum og hvernig tónlistarsköpunin hefur aðstoðað mig í för minni að betri heilsu.
    Ritgerðin er að mestu fræðileg og mun kynna fyrir lesandanum ýmsar kenningar sem þekkjast í heiminum í dag. Ritgerðin mun ekki taka afstöðu til þess hvaða kenningar eigi að hafa í hávegum heldur er hún einungis grundvöllur hugmynda og gefur lesandanum frelsi til þess að mynda sér sína eigin skoðun.

Accepted: 
  • Jun 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31036


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LÆKNING ÁN LYFJA - BA.pdf492.22 kBOpenComplete TextPDFView/Open