en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31037

Title: 
  • Title is in Icelandic Handan hljóðsins : greining á nýjum víddum tónlistar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á undanförnum áratugum hefur orðið algengt að tónskáld noti efnivið annan en hljóð í tónverkin sín, t.d. myndbönd, ljós, hreyfingu, hugmyndir og fleira. Tilraunir tónskálda í þessum efnum sem hófust um miðja 20. öld eru orðnar sjálfsagður hluti tónlistarlandslagsins og þykir eðlilegt að nota mismunandi miðla í tónlistarsköpun. Dæmi um slíka tónlist má finna í tónsmíðum John Cage, Fluxus hópsins, í tónleikhúsi og í heimi virkrar nótnaskriftar. Þar sem efniviður hefur breyst talsvert þarf einnig fræðileg nálgun að breytast. Ekki er hægt að greina þessi verk út frá hljómfræði eða annari hljóðtengdri nálgun en tónlist er yfirleitt greind eftir virkni og ferli hljóða hennar. Höfundur leggur til greiningu á tónverkum út frá fagurfræðilegri blöndun og virkni og tenginga innan blöndunnar. Hugtök heimspekinganna Deleuze og Guattari í tengslum við samsetningu (e. assemblage) eru skýrð. Samsetning er tól til þess að skoða og skilgreina huglæg atriði út frá virkni þeirra. Samsetningar eru á stöðugri breytingu og því ekki hægt að skilgreina þær eftir verufræði og geta þær þannig nýst til þess að greina tónlist sem ekki fellur undir eina skilgreiningu. Auk þessa fjallar höfundur um sovéska myndblöndun (e. montage) og notkun slíkrar blöndu innan annara listgreina á borð við myndlist og tónlist. Þessi tól eru svo notuð í greiningu á þremur tónverkum eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Simon Steen-Andersen og Jennifer Walshe.

Accepted: 
  • Jun 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31037


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Pétur Eggertsson - Handan hljóðsins - BA ritgerð.pdf4.55 MBOpenComplete TextPDFView/Open