is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31038

Titill: 
  • Fangar smíða lög : væntingar og möguleikar fanga til lagasmíða í íslenskum fangelsum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi snýr að tónsköpun í íslenskum fangelsum. Fangelsin Litla-Hraun og Sogn eru til umfjöllunar. Kostir og gallar tónsköpunar innan fangelsa eru rannsakaðir. Ferill skapandi tónlistarverkefna milli tónlistarfólks og fanga er kannaður. Skyggnst er inn í fortíðina og kannað hvort fangar hafi fengist við tónsköpun áður. Hvernig tónsköpun er háttað í fangelsum nútímans og hvert útlitið sé fyrir tónlistariðju framtíðarinnar í íslenskum fangelsum. Kannað er hvað föngum í erlendum fangelsum býðst í tónsköpun og mismunandi skoðanir fangelsisyfirvalda. Enn fremur eru aðstæður fanga til tónsköpunar til umfjöllunar, hvaða hljóðfæri fangelsi á Íslandi búa yfir, hvaða tónlistartengdu verkfæri, svo sem hljóðfæri og tónlistarbúnað, mega fangar hafa með sér í fangelsi og hvenær mega fangar stunda tónlistartengda iðju. Þá eru viðhorf fanga og fangelsisyfirvalda til tónsköpunar í íslenskum fangelsum könnuð út frá væntingum og möguleikum. Tekin voru viðtöl við fanga, fangelsisyfirvöld, kennara og velgjörðarmenn. Viðtölin voru hálf opin þar sem stuðst var við spurningalista en brugðið út frá honum þegar tækifæri sköpuðust. Til hliðsjónar eru fræðilegar heimildir skoðaðar og bornar saman við niðurstöður rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að íslensk fangelsi bjóða föngum nánast engin tækifæri til tónsköpunar. Nánast öll tónlistartengd iðja fanga á Íslandi kemur að frumkvæði fanganna sjálfra og dæmi um slíka iðju má rekja aftur til níunda áratug síðustu aldar. Fangar sem sýna tilhlýðilega hegðun geta fengið leyfi fyrir eigin hljóðfærum og tónlistartengdum búnaði. Ákveðnar reglur gilda þó um nokkur þeirra. Góður árangur hefur náðst bæði hérlendis og erlendis í samvinnu tónlistarfólks og fanga í tónlistartengdum verkefnum sem leitt hefur til betri líðan fanga. Finna má vilja fyrir slíkum verkefnum hjá fangelsisyfirvöldum og föngum. Skortur á fjármagni og einstaklingum til að stýra slíkum verkefnum er helsta hindrunin á slíkum verkefnum. Að lokum er fjallað um nýjan möguleika til tónlistariðkunar sem mun bjóðast föngum á Sogni í náinni framtíð.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fangar smíða lög (ÞÞ).pdf685.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna