is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31039

Titill: 
 • Þróun á líkamshreysti barna í 1.-7. bekk Hofsstaðaskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig þróun á líkamshreysti barna er frá 1.-7. bekk Hofsstaðaskóla og hvort kynjamunur væri á líkamshreysti barna í þessum bekkjum.
  Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru 556. Þeir voru allir nemendur úr Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Fjöldi stelpna var 280 (50,3%) og fjöldi stráka var 276 (49,6%). Þátttakendur framkvæmdu fjögur líkamshreystipróf: Langstökk án atrennu, boltakast með 1 kg þyngingarbolta, 20 metra spretthlaup og sex mínútna hlaup. Úrvinnsla gagna fór fram í forritinu SPSS og voru töflur unnar í forritunum Excel og Word.
  Niðurstöður: Marktækur munur var á milli bekkja á öllum líkamshreystiprófunum og á heildar Z stigum. Strákar sýndu marktækt betri árangur en stelpur í boltakasti með 1 kg þyngingarbolta og 6 mínútna hlaupi og á heildar Z stigum.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að jákvæð þróun verður á líkamshreysti milli bekkja sem er líklega tilkomin vegna reynslu, námi og þróunar á líkamsvexti milli ára. Niðurstöður komu á óvart hvað varðar mun á milli kynja og má álykta að kynþroskaskeið, líkamsbygging og félagsmótun eigi þar hlut, en frekari rannsókna er þörf á því málefni.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-Lokaritgerð.pdf938.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna