is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3104

Titill: 
  • Mikilvægi íþrótta og áhrif efnahagsþrenginga á iðkun þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægi íþrótta og áhrif þeirra á þjóðfélag eru margvísleg. Íþróttir hafa frá örófi alda meðal annars stuðlað að betri heilsu, jafnt líkamlegri sem andlegri. Mikilvægi íþrótta kemur helst fram í heilsufarslegum ágóða og í kjölfarið almennri vellíðan. Þessir þættir skila sér síðan mögulega út í þjóðfélagið í formi minni kostnaðs við heilbrigðiskerfi, meiri framleiðni og færri veikindadögum hjá heilsuhraustu fólki. Skipulögð íþróttastarfsemi í höndum íþróttafélaga hefur svo gjarnan frekari jákvæð áhrif eins og forvarnargildi og einnig getur það innleitt aga og heilsusamlegt líferni til lengdar. Þegar gífulegar efnahagsþrengingar eiga sér stað eru miklar líkur á að niðurskurður verði til skipulagðra íþróttamála að hálfu hins opinbera. Sveitarfélög sjá um stærstan hluta framlaga til íþróttamála og því eru afskipti ríkisins þar af lítil. Áberandi þykir þó að stór hluti styrkja sveitarfélaga renna til húsnæðismála og því er stuðningur við innri rekstur íþróttafélaga ábótavanur. Þar sem rekstrarfé íþróttafélaga er svo að miklu leyti til komið frá aðilum markaðsins er líklegt að samdráttur verði á framlögum þaðan. Ráðstöfunartekjur heimila hafa einnig snarminnkað og því erfitt fyrir heimilin að standa undir fullum kostnaði við tómstunda- og íþróttaiðkun barna sinna. Könnun sem framkvæmd var sérstaklega sýndi fram á að töluvert brottfall gæti orðið úr skipulögðum íþróttum í kjölfar kreppunnar. Landsmenn verða nú allir að leggjast á eitt til að áhrif kreppunnar gæti á sem fæstum stöðum og því líklegt að félög reyni að koma til móts við fólk eftir fullri getu. Þó tel ég mikilvægt að hið opinbera komi einnig til móts við íþróttafélög í landinu. Ýmsar leiðir eru færar og til dæmis væri hægt að stofna sérstaka styrktarsjóði til að aðstoða fólk í fjárhagsörðugleikum við greiðslu félagsgjalda barna og unglinga. Einnig væri hægt að hækka frístundaávísanir og flytja þær í umsjá ríkisins til að tryggja jöfn réttindi iðkenda.

Samþykkt: 
  • 25.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
reyniringi_fixed.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna