Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31040
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort líkamlegt inntökupróf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) endurspegli þau líkamlegu erfiðu verkefni sem framkvæmd eru í starfinu.
Viðhorfskönnun var send á 160 starfsmenn SHS sem sinna
sjúkraflutninga- og slökkviliðsstörfum til þess að meta hvaða verkefni sem framkvæmd eru í starfinu þeim þykir mest líkamlega krefjandi. Alls svöruðu 82 af 160 (51,2%), þar af 80 karlar og tvær konur. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni á milli
líkamlegra prófa og verkefna sem framkvæmd eru í starfi
slökkviliðsmanna. Þær rannsóknir voru notaðar til viðmiðunar við endurskoðun á líkamlegum prófum hjá SHS. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingu um að til eru réttmætari mælingar til þess að mæla þol sem endurspeglar kröfur SHS heldur en með 3000 metra hlaupaprófi (s) og gönguprófi á hlaupabretti. Einnig gefa niðurstöður vísbendingu um að þörf er á víðtækari mælingum fyrir efri líkama og að þörf er á frekari rannsóknum í tengslum við styrk í neðri líkama. Að auki gefa niðurstöður vísbendingu um að próf í hámarksgripstyrk sé góð viðbót við inntökuprófið. Út frá viðhorfi starfsmanna til inntökuprófsins eru 26% þeirra sem telja að það endurspegli frekar illa eða mjög illa þau líkamlegu erfiðu verkefni sem framkvæmd eru í starfinu. Það bendir til þess að þörf er á
breytingum í inntökuprófi SHS.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc-verkefni_SHS_Eydis_Elisa.pdf | 585,9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Beiðni um lokun_Elísa&Eydís.pdf | 443,19 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |