is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31043

Titill: 
  • Hvaða áhrif hefur djúpvatnshlaup á getu leikmanna við framkvæmd á snerpu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að hægt væri að bæta þol knattspyrnu leikmanna með djúpvatnshlaupi. Í þessari ritgerð er farið yfir niðurstöður í Illinois agility prófinu og er meginmarkmiðið að athuga hvaða áhrif djúpvatnshlaup hefur á getu leikmanna í framkvæmd á snerpu eftir hlaup í vatni. Gerð var íhlutunar samanburðarrannsókn og stóð íhlutunin í sjö vikur. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 45 og æfa þeir með Ungmennafélagi Breiðabliks í Kópavogi. Þátttakendum var skipt upp í tvo handahófskennda hópa þar sem annar stundaði þolþjálfun á landi og hinn hlaup í vatni. Framkvæmdar voru mælingar á þáttakendum fyrir og eftir íhlutunina og var tekinn samanburður á niðurstöðum úr Illinois agility prófinu. Vonast var eftir því að djúpvatnshlaup hafi jákvæð áhrif á getu leikmanna í framkvæmd á snerpu. Niðurstöður sýndu að ekki var marktækur (p>0,05) munur á milli bætinga í hópunum sjálfum en leikmenn sem stunduðu djúpvatnshlaup í sjö vikur bættu sig marktækt (p=0,013) meira heldur en hópurinn sem stundaði þolþjálfun á landi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - FÞÞ.pdf1,23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna