Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31044
W.A. Mozart (1756-1791)
Hornkvintett í Es Dúr K. 407
I. Allegro
II. Andante
III. Allegro
W. A. Mozart samdi kvintett sinn fyrir horn og strengjahljóðfæri árið 1782. Kvintettinn er sérstakur að því leyti að með horninu leikur ekki hefðbundinn strengjakvartett, skipuðum tveimur fiðlum, víólu og sellói, heldur er fiðlan aðeins ein, en víólurnar tvær. Verkið er auðheyrilega samið með hornleikarann í huga og minnir um margt á einleikskonsert enda samið sérstaklega fyrir mikinn vin Mozarts, hornleikarann Joseph Leutgeb.
Kvintettinn er í þremur þáttum. Í fyrsta þætti má heyra mikið samspil milli horns og fiðlu. Öðrum þættinum má líkja við hjarta kvintettins, en þar heyrum við langar fallegar hendingar og þétt samspil sem myndar fallega heild. Í þriðja og síðasta kaflanum heyrum við líflegt rondo, leikandi en þó alltaf leikið af yfirvegun.
Carl Nielsen (1865-1931)
Canto Serioso, CNW 67
Carl Nielsen var danskur fiðluleikari, hljómsveitarstjóri og tónsmiður. Nielsen samdi Canto Serioso árið 1913 þegar hann var stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Kaupmannahafnar. Verkið var samið sem prufuspilsverk fyrir "lága" hornleikara, þ.e tónverk sem átti að spila í áheyrnarprufu fyrir hljómsveitina. Það einkennist því röð þríhljóma, stórum tónbilum og djúpum tónum, eitthvað sem lágir hornleikarar þurfa að hafa gott vald á.
Franz Strauss (1822-1905)
Þema og Tilbrigði Op. 13
Introduktion (Adagio)
Thema (Allegretto)
I. Variation (Con licenza)
II. Variation (Con anima)
Andante cantabile
Rondo ( Allegro vivace)
Franz Strauss var þýskur hornleikari og tónsmiður. Hann gegndi stöðu fyrsta hornleikara Bæversku Óperunnar í meira en 40 ár og var auk þess hornkennari og hljómsveitarstjóri. Þó er hann eflaust þekktastur fyrir það að vera faðir hins virta tónskálds Richard Strauss.
Í Þema og Tilbrigðum heyrum við nokkra kafla sem hafa allir sinn karakter. Strauss samdi verkið undir áhrifum tónskáldanna Rossini og Schubert en Strauss leitar eftir mjúkum og ljóðrænum eiginleikum hornsins og býr til þetta skemmtilega verk sem sýnir vel færni hornleikarans.
Herbert Hriberschek Ágústsson (1926-2017)
Andante (1950)
Herbert Hriberschek Ágústsson lærði tónsmíðar í Graz í Austurríki undir handleiðslu Arthur Michi og Dr. Franz Mixa. Herbert var hornleikari Fílaharmóníunnar í Graz frá 1945-1952 en þá hélt hann til Íslands þar sem hann gegndi stöðu fyrsta hornleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá starfaði hann einnig sem tónsmiður, kórstjóri og kennari.
Andante eftir Herbert einkennist af skemmtilegu horn og píanó samspili. Verkið byrjar og endar rólega en inn á milli eru tíðar hraðabreytingar og má heyra hetjulegar hendingar en Andante minnir margt á horn sónötu Hindemiths.
J.G Rheinberger (1839-1901)
Horn sonata Op.178
I. Con moto
II. Quasi adagio
III. Von fouco
Joseph Gabriel Rheinberger fæddist í Lichtenstein en var búsettur mest allt líf sitt í München. Hann var tónsmiður, organisti og kennari en það var gefið út eftir hann um 200 verk.
Sónata Rheinbergers var samin aðeins á sex dögum og er hún eina einleiksverkið sem hann skrifaði fyrir horn. Sónatan er tileinkuð Bruno Hoyer sem var fyrsti hornleikari óperunnar í München í yfir 40 ár en Hoyer var einnig nemandi Franz Strauss. Sónatan var frumflutt í desember 1894 aðeins nokkrum mánuðum eftir að Rheinberger kláraði hana.
Sónatan er í þremur köflum fyrsti kaflinn byrjar á hornfanfari en þegar póanóið kemur inn má segja að samspilið minni á tvær stakar laglínur sem tvinnast saman og mynda skemmtilega heild. Annar kaflinn er hugljúft adagio, þema kaflans er einfalt en á sama tíma ljóðrænt og svipmikið. Síðasti kaflinn endar á hressilegu allegrói, með glæsilegum píanóleik þar sem hornið leikur sér að löngum og glettilegum frösum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Carl Nielsen Canto Serioso.mp3 | 3,44 MB | Locked Until...2138/12/31 | Tónleikar | MPEG Audio | |
Franz Strauss Þema og Tilbrigði.mp3 | 10,33 MB | Locked Until...2138/12/31 | Tónleikar | MPEG Audio | |
Herbert Hriberschek Andante.mp3 | 3,82 MB | Locked Until...2138/12/31 | Tónleikar | MPEG Audio | |
J.G Rheinberger Horn sonata.mp3 | 18,53 MB | Locked Until...2138/12/31 | Tónleikar | MPEG Audio | |
Mozart Hornkvintett.mp3 | 16,34 MB | Locked Until...2138/12/31 | Tónleikar | MPEG Audio |