Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31046
Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðir sundmenn syndi að meðaltali hægar heldur en ófatlaðir sundmenn í sömu stöðu, auk þess sem einstaklingar með greindarskerðingu eru taldir hafa minni tilfinningu fyrir því að stjórna keppnishraða sínum í sundi. Lögð voru fyrir tvö sundpróf, hagkvæmnipróf og þolpróf, hópur fatlaðra einstaklinga og samanburðarhópur af ófötluðum einstaklingum. Helstu niðurstöður eru að marktækur munur var á hópunum í fyrstu tveimur sprettunum í hagkvæmniprófinu, í fyrsta spretti p=0.006 og í spretti tvö p=0.003 þar sem fötluðum gekk betur að stjórna hraða sínum. Ekki var marktækur munur á milli hópana í neinum sprettum í þolprófinu en fleiri í hópi fatlaðra ná áætlunarhraða. Samanburðarhópurinn synti þó bæði hraðar og nýtti sundtök sín betur í báðum prófum en í þolprófinu er áberandi munur á fjölda sundtaka milli hópanna, þar sem samanburðarhópur jók taka fjölda um tæp 5% á meðan hópur fatlaðra byrjaði að auka fjölda sundtaka strax eftir fyrsta sprett og jók fjölda sundtaka um tæp 14%. Báðir hópar voru að framkvæma prófið í fyrsta sinn, áhugavert væri að leggja það fyrir aftur og sjá hvor hópurinn stæði sig betur þá.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - Guðmunda Gestsdóttir .pdf | 528.38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |