Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31049
Í þessari ritgerð var leitast eftir því hvort að djúpvatnshlaup hefði áhrif á hæfni einstaklings til að taka endurtekna spretti. Gerð var íhlutunar samanburðarrannsókn á 44 fótboltastelpum á aldrinum 14 til 18 ára. Rannsóknin stóð yfir í um þrjá mánuði þar sem tvær vikur fóru í mælingar og sjö vikur fóru í íhlutun. Þátttakendum var skipt upp í tvo handahófskennda hópa fyrir íhlutunina þar sem einn hópurinn stundaði djúpvatnshlaup í íhlutuninni á meðan hinn hópurinn stundaði hlaup á landi. Ein af þeim mælingum sem þátttakendur þurftu að taka var 5x30 metra sprettir og var niðurstaðan úr mælingunum borin saman fyrir og eftir íhlutunina. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var marktækur munur á
milli hópa eftir íhlutunina (P=0,87).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð-GuðnýErnaBjarnadóttir.pdf | 464.53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |