Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31051
Körfubolti er líkamlega og tæknilega erfið íþrótt. Líkamsbygging, þol, styrkur, hraði og snerpa skiptir sköpum þegar kemur að góðu líkamlegu atgervi körfuboltaleikmanna. Tækni með bolta er einnig mikilvæg þegar kemur að frammistöðu, þá bæði skottækni og boltameðhöndlun. Rannsókn þessi fólst í því að framkvæmdar voru líkamlegar mælingar á leikmönnum A landsliði kvenna. Mæld var; hæð, þyngd og fituprósenta leikmanna. Jafnframt framkvæmdu leikmenn líkamleg próf: hnébeygjuhopp með og án sveiflu, 15 metra sprett, línuhlaup, brjóstkassa kast, T-snerpupróf og Yo-Yo sprettpróf. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við frammistöðu þeirra í deildarkeppni á tímabilinu 2017-2018. Frammistaða leikmanna var greind eftir skoruðum stigum, fjölda frákasta, fjölda stoðsendinga, framlags og +/- stuðli. Jákvæð tengsl voru á milli hæðar og fjölda frákasta, hæðar og brjóstkassa kasts, og stiga og vöðvamassa. Neikvæð fylgni var á milli hæðar og stoðsendinga, og vöðvamassa og 10 metra spretts, 15 metra spretts, línuhlaups og T-snerpuprófs. Þátttakendur reyndust vera í betra líkamlegu formi heldur en þátttakendur í öðrum rannsóknum sem hafðar voru til hliðsjónar. Þátttakendur þessarar rannsóknar voru hraðari í beinum sprettum og sterkari í neðri búk heldur en þátttakendur í öðrum rannsóknum. Líkamleg próf sem þessi geta ekki spáð fyrir um heildarframmistöðu leikmanna en geta þó veitt vísbendingar um hvernig leikmaður mun standa sig í keppni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Íþróttafræði BSc ritgerð - Hafrún Erna.pdf | 433,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |