Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31053
Eftirfarandi rannsókn var framkvæmd með það að leiðarljósi að auðvelda mælingar á súrefnisupptöku hjá einstaklingum með mænuskaða. Einnig var unnin handhæg handbók til að auðvelda framkvæmd mælinga af þessu tagi og aðlaganir sem þarf að gera á þeim. Þrjár mælingar voru gerðar á sex mánaða tímabili Þátttakandi rannsóknarinnar var 27 ára gömul kona með mænuskaða við T5 og fóru mælingarnar fram á handhjóli. Skráðar voru upplýsingar um hámarkssúrefnisupptöku (VO2max), hjartslátt og öndun (l/min), RER (e. respiratory exchange ratio) og erfiðleikastig mælingar metið, RPE (e. rating of perceived exertion). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakandinn hefur lægra VO2max gildi í samanburði við rannsóknir á einstaklingum með styrk í fótum, en þó sambærilegt við einstaklinga með mænuskaða. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að mæla má með handhjóli hámarkssúrefnisupptöku hjá einstaklingum með mænuskaða. Vert er að hafa í huga staðsetningu mænuskaðans í hryggsúlu þar sem hann hefur áhrif á líkamlega frammistöðu. Því ofar sem skaðinn er því meiri hömlun og minni líkamleg afköst. Álykta má að þátttakandi hafi lægra VO2max gildi en sjá má í öðrum rannsóknum vegna mænuskaðans.
Lykilorð: VO2max, handhjól (e. handcycling), mænuskaði (e. spinal cord injury).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Mælingar á hámarkssúrefnisupptöku einstaklings með mænuskaða.pdf | 1.57 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |