is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31058

Titill: 
  • Jógasafnið : Gagnabanki fyrir jóga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinsældir jóga hafa aukist töluvert undanfarin ár. Iðkendur sækjast í jóga af fjölbreyttum ástæðum, sumir leita að meiri hugarró á meðan aðrir sækjast eftir líkamlegu ávinningunum á borð við styrk eða liðleika. Rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum jóga á líkamlega og andlega heilsu, og hafa sumar þeirra varpað ljósi á hvernig ólíkar áherslur í jógaiðkun geta stuðlað að mismunandi bætingum á heilsu og árangri. Með því að nýta fræðilegan bakgrunn verkefnisins í uppsetningu á kennsluæfingum var ætlunin að skoða jóga út frá þjálffræðilegu sjónarhorni, eða með „augum íþróttafræðingsins“. Það lagði grundvöllinn að öllu kennsluefni fyrir vefsíðuna www.jogasafnid.is, sem er lokaafurð verkefnisins. Hún er ætluð sem vettvangur til að miðla þeim upplýsingum sem aflað var, til allra sem vilja kynna sér málið. Á vefsíðunni má nálgast fróðleik og kennslumyndbönd sem sýna öndunaræfingar og miserfiðar líkamsæfingar. Hún ætti því að nýtast hverjum þeim sem hefur hug á því ýmist að hefja jógaiðkun, byggja ofan á þá iðkun sem fyrir er eða bæta við þekkingu sína.

Tengd vefslóð: 
  • https://www.jogasafnid.is/
Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jógasafnið.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna