Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3106
Hitakærar loftfælnar bakteríur hafa um árabil verið rannsakaðar með tilliti til notkunar til etanól framleiðslu. Thermoanaerobacter og Thermoanaerobacterium tegundir þykja sérstaklega áhugaverðar þar sem þær geta nýtt sér fjölbreyttar gerðir sykra og sýnt hefur verið fram á að unnt er að erfðabreyta þeim og hafa þannig áhrif á efnaskipti gerjunar.
Meginmarkmið rannsóknarinnar sem þessi meistararitgerð byggir á var að erfðabreyta Thermoanerobacterium islandicus stofni AK17 þannig að framleiðsla etanóls ykist og dregið yrði úr framleiðslu á öðrum lokaafurðum við gerjun stofnsins á glúkósa. Hannaðar og smíðaðar voru laktat dehydrogenase og alkohol dehydrogenase úrfellingar kassettur (ldh og adh) auk innsetningar kassettu með adh geni og kanamycin geni með aðliggjandi röðum ldh. Stofn AK17 var ummyndaður með ldh úrfellingar kassettunni og úrfelling á ldh geninu var staðfest með PCR mögnun og Southern blot. Mæling með HPLC súlu á afurðum gerjunar sýndi að ldh stofninn framleiðir nær enga laktik sýru og meira etanól (10%) en villta týpan. Ekki tókst að fella út adh genið í stofni AK17. Líkleg ástæða er að genið er stofninum lífsnauðsynlegt. Niðurstöðurnar sýna fram á að unnt er að hafa áhrif á efnaskipti AK17 með erfðabreytingum. Stefnt er því að fella út fleiri gen sbr. acetat kinasa, fosfat acetyl transferasa og auka eintakafjölda adh gensins með fyrirliggjandi kassettu, til að auka ethanól framleiðslu stofnsins ennfrekar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bioethanol-production of ethanol with anaerobic thermophilic mutant strains_fixed.pdf | 1.48 MB | Opinn | Bioethanol - heild | Skoða/Opna |