is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31060

Titill: 
 • Hvað getum við gert? : átraskanir og líkamsrækt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er þríþætt, í fyrsta lagi að skoða hvernig einkaþjálfarar og líkamsræktarstöðvar eru að taka á átröskunarsjúklingum inn á stöðvunum hjá sér og hversu mikið þeir verða varir við slík sjúkdómseinkenni. Í öðru lagi hvort einkaþjálfarar væru upplýstir um einhvers konar aðgerðaráætlanir á vinnustöðvum sínum þegar átröskunarsjúklingur er í þjálfun hjá þeim. Og í þriðja lagi var tilgangurinn að vekja einkaþjálfara til umhugsunar um það hvort eða hvernig þeir myndu bregðast við átröskunarsjúklingum í þjálfun hjá sér.
  Leitast var eftir viðhorfum og reynslu bæði þjálfara og svo þeirra sem vinna með átröskunarsjúklingum í meðferð. Tekin voru fimm viðtöl við einkaþjálfara og þrjú viðtöl við sérfræðinga innan átröskunarmeðferða.
  Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að allir þátttakendur höfðu beina eða óbeina reynslu af átröskunarsjúklingum inn á líkamsræktarstöðvum. Menning og stærð líkamsræktarstöðvanna virðist hafa mikið að segja um það hversu mikið þátttakendur voru varir við þessa átröskunarsjúklinga. Menntun og fræðslu er ábótavant til þess að þjálfarar geti tekist á við ofangreinda sjúklinga. Einnig var helsta niðurstaða þessarar rannsóknar sú að þjálfararnir sem tekin voru viðtöl við vissu ekki til þess að einhver stefna eða aðgerðaráætlun væri á sínum vinnustöðum til þess að takast á við átröskunarsjúklinga inn á stöðvunum. Allir þátttakendur töldu það geta hjálpað til við bæði vinnu þjálfaranna og nálgun á átröskunarsjúklingana.
  Ef marka má þessa rannsókn er þörf fyrir bæði meiri fræðslu á þessum sjúkdómi og einkennum hans og hins vegar þyrfti að koma upp einhverjum stefnum og faglegri nálgun hjá líkamsræktarstöðvunum á þessum sjúkdómi.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31060


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atroskun - Hvað getum við gert.pdf714.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna