is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31061

Titill: 
  • Miðlun gagna úr líkamlegum mælingum til þjálfara gegnum Sideline Sports : Landslið kvenna í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að setja niðurstöður úr mælingum, sem gerðar hafa verið á landsliðum kvenna, U-16, U-17, U-19, U-23 og A-landsliði í knattspyrnu í Sideline Sports hugbúnað. Um var að ræða um 250 knattspyrnukonur sem tóku þátt í mælingum frá desember 2013 til febrúar 2018. Á þessu tímabili var gerð 21 mæling, þar sem mældir voru einn eða tveir hópar í hverri mælingu með 20-30 þátttakendum í hverjum hóp.
    Markmið verkefnisins var betri miðlun gagna úr frammistöðumælingum til þjálfara og leikmanna gegnum Sideline Sports hugbúnað. Ásamt leiðbeiningum um hvernig niðurstöður eru skráðar í hugbúnaðinn.
    Ávinningur verkefnisins gæti hugsanlega verið betri miðlun niðurstaðna úr frammistöðu mælingum kvenna í knattspyrnu til þjálfara og leikmanna. Betri miðlun felst í því að niðurstöður eru skráðar í Sideline Sports hugbúnaðinn og aðgengilegar landsliðsþjálfurum, þar sem mögulegt er að bera niðurstöður leikmanna saman við eldri mælingar eða aðra leikmenn. Einnig handbók með leiðbeiningum um hvernig niðurstöður mælinga eru skráðar inn í Sideline Sports hugbúnaðinn, ásamt leiðbeiningum um hvernig aðrar aðgerðir eru gerðar í hugbúnaðinum sem tengjast því að skrá inn niðurstöður mælinga.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð lokaskil.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handbók - lokaskil.pdf2.97 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna