is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31067

Titill: 
 • „Minna í vinnunni og meira heima“ : áhrif tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar á fjölskyldulíf
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknin var unnin í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Til rannsóknar var upplifun starfsmanna BSRB á tilraunaverkefninu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Fyrsti áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hófst í mars 2015 en BSRB og ríkið hófu samstarfsverkefni í byrjun árs 2017. Við gerð rannsóknarinnar var unnið út frá eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru sjö rýnihópaviðtöl hjá Ríkisskattstjóra, Útlendingastofnun, Þjóðskrá Íslands og Embætti sýslumanns á Ísafirði. Rætt var við 42 einstaklinga um áhrif styttingar vinnuvikunnar á fjölskyldulíf. Helstu niðurstöður eru að almenn ánægja ríkti hjá starfsfólki með styttingu vinnuvikunnar. Það að stytta vinnudaginn veitti starfsmönnum sveigjanleika til að samræma vinnu og einkalíf. Það virtist leiða til þess að fólk hefði meiri tíma með fjölskyldunni og gæðastundum fjölgaði. Jafnframt virtist styttingin hafa jákvæð áhrif á stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum.

 • Útdráttur er á ensku

  This research was undertaken in co-operation with the University of Akureyri and the Icelandic Federation of State and Municipal Employees (BSRB). The research examines a pilot program administered by the capital city of Reykjavik on shorter workweeks without salary reduction.
  The pilot program began in March 2015 ending in April 2018, with various government institutions participating in the pilot program. This studying used a qualitative research design, which included (i) interviews with 7 focus groups at the Directorate of Inland Revenue, the
  Directorate of Immigration, the National Register, and the District Commissioners’ Office at Isafjordur and (ii) interviews with 42 individuals about the effect of shorter work week on family life. The data suggested that employees are pleased with the shorter workweek. Shorter workdays enabled employees to achieve a better work life balance. More specifically it enabled employees to spend more time with their family thereby increasing quality of life. Finally, shorter workweeks had a positive effect on gender equality in the workplace.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.07.2018.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Minna í vinnunni og meira heima. Helga, Kolbrún og Ómar.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna