Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31072
Í þessari rannsókn var notast við gögn úr Health Behaviours in School-Aged Children (HBSC) rannsóknunum til þess að skoða hvort tengsl væru milli fjölskyldugerðar og samskipta á heimili og eineltis hjá íslenskum grunnskólabörnum í 10. bekk. HBSC rannsóknirnar eru alþjóðlegar rannsóknir sem framkvæmdar eru á fjögurra ára fresti og kanna margvíslega þætti í lífi grunnskólabarna, þar á meðal aðstæður, heilsu og líðan. Notast var við gögn HBSC frá skólaárinu 2013-2014 sem unnin voru upp úr spurningalistum sem lagðir voru fyrir börn í grunnskólum landsins. Þátttakendur voru 1809 talsins en allir nemendurnir voru í 10. bekk þegar spurningalistinn var lagður fyrir. Niðurstöður línulegra aðhvarfsgreininga sýna að marktæk fylgni sé á milli búsetu móður, samskipta á heimili og fjárhags fjölskyldu, við það hversu líklegt sé að barn sé þolandi eineltis. Einnig sýna niðurstöður að marktæk fylgni sé á milli búsetu stjúpmóður og móður og þess hversu líklegt er að barn sé gerandi eineltis. Marktæka fylgni var ekki að finna milli búsetu föður og stjúpföður og líkum á því að barn væri gerandi eða þolandi eineltis. Eins sýna niðurstöður rannsóknarinnar að 11,5% barna verða fyrir einelti en 8,7% hafa tekið þátt í að leggja annan nemanda í einelti. Þriðjungur barna bjuggu ekki með föður sínum en meirihluti barna eða 92,3% bjuggu með móður sinni. Eins meta langflest íslensk grunnskólabörn fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar vera miðlungs góða til mjög góða, eða um 93,9% þeirra. Út frá þessum niðurstöðum má álykta að búseta móður vegi þyngra á tíðni eineltis en búseta föður. Einnig má áætla að fjárhagsstaða fjölskyldu hafi áhrif á það hvort börn séu frekar þolendur eineltis, sem og gæði samskipta fjölskyldunnar.
Lykilorð: Einelti, grunnskólabörn, fjölskyldugerð, fjárhagur, samskipti, foreldrar
This thesis is based on data from the Health Behaviors in School-Aged Children (HBSC) study to see whether there is a correlation between bullying amongst Icelandic 10th graders and family type and household communication, respectively. The HBSC study is international and is conducted every four years. The HBSC study, considers diverse factors in the lives of elementary school children including their circumstances, health and well-being. The data used are from the school year 2013-2014 and are collected from questionnaires which the students fill out during school hours in their classrooms. A total of 1809 Icelandic students in the 10th grade participated in the research. The findings from linear regressions show that there is a significant relationship between the likelihood of being a victim of bullying and the residence of the student’s mother, household communication and the family’s economic status respectively. The findings also show that there is a significant relationship between the likelihood of the child being a bully and the mother’s or stepmother’s residence respectively. There was not a significant correlation between the father’s or stepfather’s residence respectively and the likelihood of a child being a bully or a victim of bullying. The findings also show that 11,5% of students were victims of bullying and 8,7% of students were bullies. A third of the students did not share a home with their father but 92,3% of them shared a home with their mother. Moreover, the findings show that Icelandic 10th graders view their family’s economic status as being average to very good or 93,9%. From the findings, it’s safe to assume that the mother’s residence has more impact on the frequency of bullying then the father’s residence. Also, it is safe to assume that the family’s economic status and the quality of household communication respectively influence whether or not a child is likely to be a victim of bullying or a bully.
Keywords: bullying, family type, economic status, communication, parents
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-verkefni.pdf | 1,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |