is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31073

Titill: 
 • Áhyggjur fósturforeldra og velferð fósturbarna : rannsókn unnin upp úr gagnasafni EU Kids Online
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í hverju samfélagi eru foreldrar sem hafa ekki getu eða vilja til þess að ala upp börnin sín. Í slíkum tilvikum grípur barnavernd inn í og ef ekkert annað úrræði nægir til er börnunum komið fyrir hjá fósturfjölskyldu. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu og því ber ríkinu að tryggja þeim börnum viðeigandi uppeldisaðstæður og stöðugleika. Fósturbörn eru líklegri til að eiga í margvíslegum vandamálum sem geta haft áhrif á þau alla ævi. Þau fara oft á mis við heilbrigða tengslamyndun sem getur brotist út í margvíslegum hegðunarvandamálum ásamt andlegum og félagslegum erfiðleikum síðar á ævinni. Fósturbörn búa oft við þær aðstæður að flakka á milli fósturheimila. Þessi óstöðugleiki í búsetu leiðir til þess að þau skipta tíðar um skóla og stríða frekar við námserfiðleika. Fósturbörn eru einnig líklegri en önnur börn til þess að lenda í útistöðum við starfsfólk og brottrekstri úr skóla. Þekking á aðstæðum og líðan fósturbarna er víða af skornum skammti meðal starfsfólks skóla sem gerir þeim erfiðara að mæta þörfum barnanna. Fósturbörn sem búa við óöryggi og flosna snemma úr námi eru í sérstaklega veikri stöðu en þau eru líklegri til þess að vera atvinnulaus, búa við fátækt eða heimilisleysi og leiðast út í afbrot síðar á ævinni. Samvinna barnaverndar við skólayfirvöld og fósturforeldra getur reynst mikilvægur liður í að mynda sterkt teymi í kringum hvert fósturbarn sem ber hag þeirra fyrir brjósti sér. Þegar reynt er að draga úr óstöðugleika í fóstri, námsörðugleikum og hegðunarvanda fósturbarna er mikilvægt að nýta þá þekkingu sem fyrri rannsóknir gefa um málefnið. Áhersla þessarar rannsóknar var á velferð fósturbarna og áhyggjum fósturforeldra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort fósturforeldrar hafi meiri áhyggjur af börnum sínum en aðrir foreldrar mögulega vegna þeirra áhættuhópa sem þau tilheyra. Fósturbörn koma oft úr erfiðum aðstæðum og sýna meiri áhættuhegðun og því var kenning okkar sú að fósturforeldrar hefðu meiri áhyggjur af börnum sínum en aðrir foreldrar. Til að kanna þetta voru skoðuð gögn úr rannsókninni EU Kids Online Survey. Svöruðu foreldrar og fósturforeldrar spurningum í nokkrum liðum um ákveðna hegðun barna sinna ásamt spurningum um líkamlegt og andlegt heilbrigði þeirra. Auk þess voru svör barnanna um áhættuhegðun og hvatvísi borin saman við svör fósturforeldranna. Niðurstaðan leiddi í ljós að þrátt fyrir margþætta erfiðleika sem gjarnan hrjá fósturbörn þá virðast fósturforeldrar í þessari rannsókn ekki hafa meiri áhyggjur af börnum sínum en aðrir foreldrar.


  Lykilorð: Fósturforeldrar, fósturbörn, tengslaröskun, áhættuhegðun, námserfiðleikar.

 • Útdráttur er á ensku

  In every community there are parents who don’t have the capacity or will to raise their own children. In those cases child protective services need to protect the children by all means and if necessary, find them a foster home. Every child has the right to be protected against neglect and abuse. Therefore the government is obliged to secure children’s wellbeing by granting them appropriate rearing and stability. Foster children often grow up with a lack of healthy attachment which can lead to many difficulties later in life. They have a higher tendency of destructive behavior, poor mental health and social problems in adulthood. Often these children go through multiple placements and therefore many different schools which can furthermore decrease their learning opportunities. Foster children are more likely to have conflicts with school personnel and get suspension. There is a lack of understanding in the school system on the impact that fostering has on the children and what wounded life experience they often carry. Foster children who grow up without stability in foster arrangement are more likely to drop out of school, be unemployed as adults or homeless and to have a criminal record. Cooperation between child protective service, foster parents and the school system can be important in evolving a strong team that has the child best interests in sake. The focus of this research was on the wellbeing of foster children and concerns of the foster parents. The purpose was to see if foster parents have more concerns for their children than other parents do. Since foster children have often gone through very difficult times and are more likely to have various issues, social, mental and behavioral, our theory was that do to all their higher risk factors foster parents would have more concerns over their children than other parents. To answer this question we used data from the EU Kids Online Survey where parents and foster parents answered a few questions about their children’s behavior and health. In addition children’s answers about their own risk behavior and impulsiveness were compared to the parents answers. Even though foster children tend to have various difficulties the results of this study showed no differences between concerns of a foster parent or other parents.


  Keywords: Fosterparents, fosterchildren, attachtment disorder, risk behavior, learning difficulties.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefnið-lokaútgáfa.pdf634.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna