is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31074

Titill: 
  • Aukinn skjátími í kjölfar tækniþróunar : megindleg rannsókn á netnotkun ungra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Netnotkun ungra barna fer ört vaxandi með aukinni tækniþróun og er notkunin mest í formi leikja- og myndbandsáhorfs. Aðgengi að tækjum sem notuð eru til netnotkunar er orðið mun meira en áður, t.d. eru fleiri en eitt slíkt tæki á nær hverju heimili sem og hefur það færst í aukana að nota tækin innan veggja skóla og leikskóla. Niðurstöður fyrri rannsókna sýna að skjánotkun getur haft í för með sér ýmis áhrif, hvort sem um er að ræða á heilsu einstaklinga, andlega líðan eða svefn. Oft getur þetta verið til hins verra. Markmið þessa verkefnis var að skoða hvort valdar breytur hefðu áhrif á netnotkun barna. Á Íslandi eru ekki til eiginleg viðmið fyrir skjánotkun og hefur því verið stuðst við kanadísk viðmið frá þeim Tremblay og félögum. Í þessu verkefni voru notuð gögn úr rannsókninni „Smábörnin með snjalltækin: aðgangur barnanna og viðhorf foreldra“ sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2017. Úrtakið innihélt upphaflega 2000 einstaklinga sem teknir voru handahófskennt úr Þjóðskrá en einungis voru 860 þátttakendur með gild svör og tóku því þátt í rannsókninni. Foreldrum voru sendir póstar um þátttöku og var kynjaskipting nokkuð jöfn. Um er að ræða megindlega rannsókn þar sem teknar voru fyrir þjár spurningar úr spurningalistanum og sjö frumbreytur; aldur barna, kyn, aldur foreldra, menntun þeirra, hjúskaparstaða og búseta. Miðað var með 95% vissu og marktektarmörk 0,05. Niðurstöður gagnaúrvinnslu sýndu að menntun foreldra var marktæk á þann hátt að því meiri sem menntun foreldra var, því minni var skjátími eða netnotkun barna þeirra. Aldur barna reyndist einnig marktækur að því leyti að því eldra sem barn var, því meiri skjánotkun. Athyglisvert var að sjá að breytur á borð við aldur foreldra og búsetu voru ekki marktækar. Lykilorð: Netnotkun, ung börn, foreldrar, búseta, viðhorf

  • Útdráttur er á ensku

    The internet use of young children has grown rapidly due to increasing technology, and especially the use in forms of gaming and video watching. The accessibility of devices used to access the internet has also grown from past years, for example there are more than one device in every home and more are being used inside schools and kindergartens. Results of many studies show that internet use (Screentime) can have various detrimental effects on children, whether it is the health of the individual, mental state or sleep. The goal of this project was to see if specific variables would affect children’s internet use. In Iceland there are no specific recommendations for screentime so we got support from Canadian use recommendations from Tremblay and co. In this project the data was collected from the research „Smábörnin með snjalltækin; aðgangur barnanna og viðhorf foreldra“ that was performed by the School of Education at the University of Iceland in the spring of 2017. The sample size originally included 2000 participants from a random selection from the national registry in Iceland, but the results of only 860 participants were valid. Parents were sent emails to participate and the distribution between the sexes was nearly equal. This was a quantitative research were three questions from the questionnaire were used along with six independent variables: The children’s age, sex, age of parents, parents education, relationship status and residency. With 95% certainty and 0,05 probability. The results showed that parents education was significant in the way that the more education the parents had, the less their children used the internet. The children´s age was also significant in the way that the older the child was the more it was likely to use the internet. It was interesting to see that variables such as parent’s age, and residency were not significant. Key words: Internet use, young children, parents, residency, attitude

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - verkefni (KLÁRT)!.pdf388.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna