Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31075
Unglingsárin eru mótandi tími og því mikilvægt að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan unglinga. Markmið verkefnisins var að skoða hvort tengsl væru á milli bágrar hagfélagslegrar stöðu fjölskyldna á tímum efnahagshrunsins á Íslandi og geðvefrænna einkenna hjá unglingum. Einnig voru samskipti foreldra og stjúpforeldra við unglinga skoðuð og hvort um væri að ræða einhverskonar samvirkniáhrif samskipta og hagfélagslegrar stöðu við geðvefræn einkenni. Stuðst var við gögn fengin úr rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema” (e. Health Behaviour in School-aged Children; HBSC). Sú rannsókn leitast við að kanna velferð, heilsu og hagfélagslegt umhverfi barna á grunnskólaaldri. Notast var við gagnasafn sem samanstóð af svörum unglinga í 10. bekk á árunum 2006, 2010 og 2014. Hagfélagsleg staða var mæld með fjölskyldu velmegunar-kvarðanum (e. Family affluence scale; FAS). Við útreikninga var notast við Fjölþátta dreifigreiningu (e. fANOVA). Niðurstöður leiddu í ljós tengsl á milli hagfélagslegrar stöðu fjölskyldna og geðvefrænna einkenna sem og tengsla á milli samskipta og geðvefrænna einkenna. Unglingar sem búa við bága hagfélagslega stöðu greindu frá fleiri geðvefrænum einkennum heldur en þeir sem búa við góða hagfélagslega stöðu. Að sama skapi sögðust unglingar sem eiga í góðum samskiptum við foreldra sína finna fyrir færri geðvefrænum einkennum heldur en þeir sem eiga í slæmum samskiptum. Þegar munur á milli ára var skoðaður kom í ljós að einungis var marktækur munur á milli áranna 2006 og 2010 þar sem fleiri greindu frá geðvefrænum einkennum árið 2006 heldur en 2010. Ekki tókst að sýna fram á samvirkni á milli hagfélagslegrar stöðu fjölskyldna og samskipta, á geðvefræn einkenni.
Adolescence is a formative period in the life of teenagers, so it is crucial to take care of their health at that time. The aim of this study was to discover if there was a connection between poor socioeconomic status and psychosomatic syndromes in teenagers. Researchers also looked into communications between parents or step-parents and teenagers. The data used was based on data collected by the Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) research, a study which aims to gain insight in-to the well-being, general health, and socioeconomic environment of school-aged children. The data contained answers from teenagers in 10th grade, aged 15, from the years 2006, 2010 and 2014. Socioeconomic status
was measured by using the Family affluence scale (FAS). A fANOVA test was used to measure any connection between socioeconomic status, communications and psychosomatic syndromes, as well as if there where any concurrent effects between communications, socioeconomic status and psychosomatic syndromes. The findings showed that there was a connection between psychosomatic syndromes and poor socioeconomic status as well as
between communications and psychosomatic syndromes. Teenagers who experience poor socioeconomic status reported more psychosomatic syndromes than teenagers who experience better socioeconomic status. Teenagers who experienced good communications reported fewer psychosomatic syndromes than those who experience bad communications. When researchers looked at the difference between years the findings showed that there was only a measurable difference between the years 2006 and 2010, where teenagers reported more psychosomatic syndromes in the year 2006 than in the year 2010. Researchers were unable to
establish any concurrent effects between socioeconomic status, communications and psychosomatic syndromes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Geðvefræn einkenni lokaútgáfa.pdf | 374,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |