is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31080

Titill: 
 • Í sama liði : sameiginlegt ferðalag kennara, foreldra og nemenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2018. Viðfangsefni ritgerðarinnar er samstarf heimilis og skóla. Í samfélagi okkar heyrast mismunandi raddir og skoðanir um skólakerfi landsins. Umræðan snýr að niðurstöðum PISA, heimanámi og öllu þar á milli. Óljóst virðist bæði kennurum og foreldrum til hvers er ætlast af þeim. Jafnt foreldrar og kennarar hafa skyldum að gegna þegar kemur að skólastarfi nemenda. Án samvinnu þessara tveggja aðila mun nemandi síður ná hámarks árangri, hvorki námslega né félagslega. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hvað einkennir farsælt samstarf heimilis og skóla og hvaða áhrif hefur það á nám og líðan nemenda?
  Ritgerðin var unnin með rýni í fræðilegar heimildir og í samtöl sem höfundur verkefnisins átti við þrjá aðila, tvo kennara og eitt foreldri. Ritgerðin er í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn er fræðilegur bakgrunnur samstarf heimilis og skóla. Hvar ábyrgðin liggur samkvæmt lögum, hvernig fagmennska kennara birtist í samstarfinu og hverjar áskoranir samstarfsins eru sem og ávinningur þess. Í öðrum hluta er greint frá helstu niðurstöðum samtala sem höfundur átti við tvo kennara og eitt foreldri. Í þriðja hlutanum eru fræðin tengd við niðurstöðu viðtalanna og ályktanir höfundar settar fram.
  Ljóst er að ávinningur farsæls samstarfs heimilis og skóla er mikill bæði fyrir námsframvindu nemenda og líðan þeirra. Þrátt fyrir þá vitneskju virðist svo vera að samstarfið fái ekki þá áherslu sem það ætti að fá í skólastarfinu. Kennarar leitast ekki við að virkja hlutdeild foreldra og foreldrar sækjast ekki eftir að taka virkan þátt í skólastarfi barna sinna. Samstarf heimilis og skóla einkennist oft á tíðum af einhliða samskiptum þar sem skóli miðlar upplýsingum til heimilis.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is towards a B.Ed. degree from the Faculty of Education at the University of Akureyri, spring semester 2018. The subject of this thesis is the relationship and interaction between the home and the school. Too often discussions about school aren't always constructive or positive. It seems unclear to both teachers and parents what is expected of them. Without the collaboration of teachers and parents the student will have less chance to achieve maximum results, both academically and socially. The main topics covered in the study relate to homework, results of PISA tests and many other aspects of achievement at school. This thesis asks: What characterizes successful home and school relationships and what impact they have on student learning and wellbeing?
  Academic resources and interviews were used alongside three interviews for this study; two interviews with teachers and one with a parent. The thesis is in three main parts. Section one contains an academic discussion about the school and home relationship. It covers the discussion on where the responsibility lies according to the law, teachers as professionals and the extent and focus of the relationship. In section two the interviews are reviewed. In section three the author connects the academic material with the interviews and the authors thoughts.
  It's clear that the benefits of a successful home and school relationship are significant, both for student learning progress, social skills and wellbeing. Despite this knowledge it seems that the relationship doesn't get the emphasis that it should. Teachers do not seek to promote parents’ involvement in schools and parents do not seek to participate in schools. The relationship between homes and schools is often characterized by one sided communication where schools send parents information about their child’s school life and little more.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 26.04.2038.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirlit.pdf56.27 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf180.78 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
B.Ed.Lokaverkefni.Bergdís.pdf379.58 kBLokaður til...26.04.2038HeildartextiPDF