Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31081
Þessi ritgerð er lögð fram til B.Ed. prófs í leikskólakennara- fræðum í Háskólanum á Akureyri. Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á hvað það er sem skiptir máli við þróun málsins, íslenskunnar, hjá börnum á leikskólaaldri. Leitast verður eftir svörum við hvað það er sem örvar málið okkar, hvort það sé eitthvað ákveðið sem skiptir meira máli en annað.
Fjallað verður um málþroska barna á leikskólaaldri og mikilvægi þess að unnið sé rétt að því að tungumálið þroskist á þann veg að árangur fylgi barninu áfram út grunnskólagöngu þess. Meðal annars verður nokkrum smáforritum gerð skil og aðallega hvernig þau geta hjálpað til með málörvun.
Þá verður fjallað um frávik í málþroska og þau áhrif sem slík frávik geta haft á börn á leikskólaaldri. Leitast verður eftir svörum við því hvort tvítyngi hafi áhrif eða geti jafnvel verið orsök málþroskaraskana. Snemmtækri íhlutun verður einnig gerð skil og þá ekki síst hvernig hún getur hjálpað þeim börnum sem eiga við málþroskaraskanir að stríða. Þá verður enn fremur fjallað um hlutverk talmeinafræðinga og hver áhrif þeirrar vinnu er. Auk þess verður litið til foreldra þeirra barna sem eiga við málþroskaraskanir að stríða og hvert þeirra viðhorf til þjónustu talmeinafræðina sé.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna að ef gripið er inn í nógu snemma og á réttan hátt getur það skipt sköpum fyrir börn þegar kemur að fráviki í máli og/eða tali. Ennþá er tenging á milli raskana í leikskóla og upp í 4. bekk í grunnskóla. Frekari rannsóknir þyrfti að vinna til að finna út hvað veldur og hvort snemmtæk íhlutun sé beitt eða beitt á réttan hátt. Einnig sýna niðurstöður að samvinna foreldra og kennara skiptir höfuð máli.
This essay is written for a B.Ed. degree in Early Childhood
Education from the University of Akureyri. The essay is
supposed to look into what matters when it comes to the language
development of icelandic children in their preschool years. The
purpose of this essay is to seek answers to what stimulates the
use of our language and wheather there is one thing more
important than another in the process.
The first topic will be the language development of
preschool children and the importance that the language
developes in the correct way and if those results will follow the
children through their following education. Also, the benefits of
smart apps are discussed and how those apps can help with
teaching.
Later in the essay, language disorders and the affects it has,
will be discussed while asking us the question weather those
disorders may affect bilingual children more often then other
children. Early Intervention will also be discussed, mainly how
it can help those who suffer from language disorders. Then there
is a chapter about the role of speech therapists and how they can
affect the language development. This essay will also look into a
previous study of how parents experience the service of speech
therapists.
The main results of the essay show that early detection of
language difficulties can make a difference but it has to be done
the right way. Now there are still links between disorders that
follow children from preschool to 4th grade of elementary
school. More research is needed to point out what causes this and
wheather Early Intervention is sufficiently used, for sufficient
amount of time and done the right way. The results also show that
the collaboration between parents and teachers is a very
important factor.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RitgerðSkemman.pdf | 1.87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |