is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31087

Titill: 
  • Hvers vegna tónlistaruppeldi? : hvers vegna og hvernig eigum við að kenna tónlist í leikskólum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um tónlist og börn í almennum skilningi og einnig kafað dýpra í vissa þætti. Tónlist er stór þáttur í lífi barna og hafa flest börn gaman af henni. Í ritgerðinni er fjallað um tónlist og tónhugsun og komið inn á hljóðgjafa, kennslukerfi í tónlistarnámi og börn og skipulagt tónlistarstarf. Einnig er fjallað um tónlistarnám á Íslandi í gegnum tíðina og sérstaklega eru tekin fyrir árin 1935, 1972, 1985 og 1993. Skrifað er um hvernig tónlistarstarf fór fram í skólum á Íslandi á þessum tíma, hvernig hægt var að nýta tónlistarnámið sem fram fór í tónlistarstundum og einnig er skrifað um bækur sem nýttust í tónlistarkennslu. Fjallað er um hlutverk uppeldisaðila, þ.e. kennara og foreldra og mikilvægi þess að þau taki virkan þátt í tónlistarstarfi barnanna bæði andlega og líkamlega. Einnig er komið inn á eiginleika og þætti sem æskilegt er að uppeldisaðilar hafi og hvernig þeir geta nýtt þá til að hjálpa börnunum sem best í tónlistarnámi sínu. Einnig er fjallað um börn með sérþarfir í tengslum við tónlist og hvernig tónlist getur hjálpað börnunum að efla þroska sinn. Fjallað er sérstaklega um börn með heyrnarskerðingu, börn með sjónskerðingu og börn með hegðunarvanda og sagt frá hvernig tónlist getur hjálpað þessum börnum.
    Í lok ritgerðarinnar er efni hennar tengt námsefninu sem verkefnishöfundur býr til og skilar með ritgerðinni. Námsefnið tengist tónlist og er tónlistarverkefni fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára. Verkefnið inniheldur alls kyns hugmyndir að tónlistarverkefnum sem hægt er að vinna um veturinn. Í heftinu eru sönglög, ljóðmál, taktverkefni, samspilsverkefni og hljóðfærastundir. Einnig eru hugmyndir að spuna- og sköpunarstundum, hlustunarverkefnum, dansa- og hreyfileikjum og hugmyndir að tónlistarnotkun í frjálsum leik.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this essay is music and children in a common manner and some elements will be talked about more thoroughly than others. Music is a big part of children’s lives and most children enjoy music. Music and musical thinking will be the main topic, with an emphasis on children and planned music education and teaching systems. Icelandic music education through time will also be reviewed, especially the years 1935, 1972, 1985 and 1993. The use of music education in schools throughout those years will be analysed along with how that education could be used for music classes. Also, certain books that were used in music classes will be mentioned. The participation of teachers and parents and the importance of them taking part in the musical upbringing both physically and mentally will also be talked about. In that regard necessary factors that caregivers should possess and teach will be explored and how those factors can help children in their music education. The focus will also be on how music can help children with special needs like hearing disabilities, partial or full blindness and behavioural problems.
    The contents of the essay will be linked to the learning material the writer made for children in the age of four to six years old. The learning material is an assignment folder which includes all sorts of ideas for musical assignments for children with the theme being “Winter”. The learning material includes songs, poetry, rythmic assignments, group assignments and instrument classes. The learning material also includes ideas for improvisation, listening assignments, dances and exercises and ideas for music during free play.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvers vegna tónlistaruppeldi?.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Veturinn PDF.pdf1.02 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna