is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31088

Titill: 
  • Báturinn
  • Innviðir yfirborðsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi lýsir aðdrögum verks sem ég hef í smíðum til útskriftar frá Listaháskóla Íslands. Verkið er innblásið af eigin reynslu og dvalarstað mínum síðustu ár, Eyrarbakka, ásamt samtölum við fólk sem þekkir byggðina og lestri mínum á sagnfræðilegum heimildum um sjóskaða og harðgert líf á fyrri öldum við suðurströnd Íslands. Náttúran og mannlífið á þessum slóðum er meginkveikja verksins, en líkt og getið er um í greinargerð við lok ritgerðar þá hafa áhrif og hugmyndir úr samtímalist einnig veitt mér styrk við fullmótun hugmyndarinnar. Kjarni verksins er að það hverfi að hluta og leysist upp við ágang náttúrunnar, líkt og fór um svo margt fólk sem á þessum slóðum bjó við harðbýli fyrr á öldu.

  • Fyrsta hugmynd að lokaverki var að gera afsteypu úr steinsteypu af tíæringi. Inntak verksins fjallaði um líf sjómanna. Afsteypan dregur fram yfirborð flatarins. Mótað yfirborð efnisins ber uppi sögu og líf. Ég finn fyrir þessu þegar ég virði fyrir mér yfirboð árabátsins. Þetta virðist í fljótu bragði augljóst. Steypan er samsett úr náttúrulegum efnum. Þessi blanda hefur verið nánast eins frá upphafi. Saga steypunnar nær aftur til Rómverja. Vatni er hrært saman við blöndu af sementi og sandi og hellt í mót. Þá harðnar steypan og vatnið gufar upp. Gifs er efni sem menn hafa notað í árþúsundir til að móta margskonar hluti. Aðferðin sem við notum er sú sama, gifsdufti er hrært út í vatn og hellt í mót. Þá harðnar gifsið og vatnið gufar upp. Gifs og steypa geyma langa sögu mannkynsins.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_og_greinargerd.pdf12.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna