is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31089

Titill: 
 • Litlir landkönnuðir : grunnur að sögu- og grenndarnámi í leikskólum á Selfossi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að beina sjónum að því hvernig saga nærumhverfis, bæði náttúrulegt og manngert gerir börnum kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hvernig hægt er að nota grenndarkennslu í leikskólastarfi. Náttúra og saga Selfossbæjar er rauði þráðurinn í ritgerðinni þar sem báðir höfundar eru búsettir þar. Skoðað er hvernig tengja má sögukennslu inn í leikskóla og með hvaða hætti er hægt að nálgast hana. Ritgerðin varpar ljósi á að ekki geti það talist áhrifarík leið að kenna börnum sögu nærumhverfisins einungis með bókalestri, heldur sé kennsla úti í umhverfinu, til að mynda í vettvangsferðum, afkastameiri aðferð til að tengja nútíð við fortíð. Ýmsir fræðimenn hafa bent á mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að kanna og efla þekkingu sína á nærumhverfi sínu. Í ritgerðinni er einnig gerð grein fyrir hugtökunum grenndarkennsla, grenndar-, sögu- og svæðisvitund og hvernig þau tengjast. Náttúrulegt umhverfi spilar stórt hlutverk í hverju samfélagi og teljum við að það megi nýta betur í kennslu þar sem það býður upp á fjölbreytta möguleika.
  Auk ritgerðarinnar hafa höfundar útbúið vefsíðu með útikennslu og sögutengdum viðfangsefnum ásamt verkefnum sem tengjast Selfossi. Í hverju verkefni eru sett fram lærdómsviðmið þegar kemur að þekkingu, hæfni og leikni ásamt tengingu við námssvið leikskóla og grunnþætti menntunar. Verkefnin miðast við ákveðinn aldur en auðvelt er að aðlaga þau að öðrum skólastigum. Vefsíðan er hugsuð sem gagnagrunnur fyrir leikskóla og kennara á svæðinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to examine how natural and built environments in children’s surroundings and its history can encourage them to become active participants in society and to examine what the developmental advantages of teaching children to observe their environment could be. The nature and history of Selfoss, a town in Iceland, is the focal point of this thesis since both authors reside there. The goal is to explore in what way history can be approached and taught in kindergartens. Results show that the teaching of history is not only bound to the reading of books and can be greatly affected when taught with regard to the environment. Researchers have pointed out the importance of allowing children to explore and thereby increase their knowledge of their immediate surroundings. Through field trips and creative work children get a chance to experience and connect the present and the past. In addition, the concepts environmental education, general knowledge of history and area awareness will be explained in further detail and how they relate to one another. The natural environment plays a fundamental part in society and it is the authors believe that it has a lot to offer in teaching.
  In addition to this thesis the authors have put together a website that contains assignments related to both the study of natural science and history and the neighbourhood of Selfoss. With each assignment there are desired learning outcomes that take aim of knowledge, skill and competence requirements in kindergartens and are in accord with the fundamental pillars of education. The assignments are made with a specific age group in mind but are easily adjustable. The website is presented as a database for kindergarten teachers in the Selfoss area to use to their advantage when teaching children environmental education.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Litlir landkönnuðir - Grunnur að sögu- og grenndarnámi í leikskólum á Selfossi.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna