Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31094
Ritgerð þessi og meðfylgjandi kynningarbæklingur eru lokaverkefni mitt til fullnustu B.Ed.-gráðu við Háskólann á Akureyri. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á sérstöðu og sérþörfum örvhentra nemenda og þeirri staðreynd að þeir sitja ekki við sama borð og rétthentir nemendur í íslensku skólakerfi. Talið er að hlutfall örvhentra hafi verið á bilinu 3–20% í gegnum tíðina en er nú 10–12%. Um 40.000 núlifandi Íslendingar eru örvhentir og þar af eru 5000 grunnskólanemar. Könnun á viðhorfi og þekkingu kennaranema með tilliti til örvhentra nemenda sýndi að breytinga er þörf. Spurt var hvort örvhentir nemendur hefðu einhverja sérstöðu eða sérþarfir miðað við rétthenta og svöruðu 30% kennaranema því neitandi. Örvhentir nemendur mæta margvíslegum hindrunum dags daglega því skipulag skólastarfsins tekur ekki tillit til þeirra sérkennis. Það er skylda grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Skipulag skólastarfsins á að stuðla að því að sérhver nemandi nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur og á kennslan að taka tillit til þarfa og reynslu einstakra nemenda. Reikna má með 2–3 örvhentum nemendum í meðalstórum bekk og því nauðsynlegt að búa verðandi kennara betur undir að mæta þörfum örvhentra. Í ritgerðinni er ítarlega skýrt frá þeim þáttum sem greina örvhenta nemendur frá rétthentum og bent á gagnleg bjargráð til að mæta þörfum örvhentra nemenda til jafns við aðra.
The following thesis is a final assignment toward a B.Ed. degree at the University of Akureyri. The aim of the thesis is to draw attention to the specific needs of left handed students and the fact that their needs are not being met within the Icelandic school system. The percentage of left-handers has ranged from 3–20% but is currently between 10–12%. At present, roughly 40,000 Icelanders are left handed, including 5000 elementary school students. The results of a survey regarding awareness of left-handed pupils’ specific needs among students of educational studies, confirm the need for action. When asked whether left-handed students had any specific or special needs compared to right-handers, 30% of teaching students answered negatively. Left-handed students encounter various obstacles daily because the educational system does not take their specific needs into account. The school system is obliged to offer each student the best opportunities for learning and development. School curricula should aim to ensure that every student achieves the best academic results possible, considering the needs and experiences of each individual. Considering that on average, 2–3 left-handed students are in each class, aspiring teachers require better preparation to meet the needs of left-handed students. This paper provides a detailed explanation of the factors that distinguish left-handed students from right-handers, offering solutions that help prepare teachers to meet the needs of all students regardless of their handedness.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
kristinisl_bed_sameinad.pdf | 2.91 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |