en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31095

Title: 
  • Title is in Icelandic Tálgun í skólastarfi : verkefnabanki fyrir kennara á yngsta- og miðstigi í grunnskóla
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í útikennslu eykst lífsleikni nemenda þar sem þeir læra meðal annars að saga, höggva og nota hníf við ýmis verk. Eitt af þeim verkum sem nemendur geta unnið í útikennslu er tálgun en nemendur nota hníf til að tálga úr þeim efnivið sem finnst í nærumhverfinu til dæmis birki, elri eða ösp. Þegar nemendur tálga úr efnivið úr nærumhverfinu, sem oft á tíðum er grisjunarviður, öðlast þeir þekkingu á verðmæti hans og líta því síður á hann sem sorp eða efni í kurlun. Þegar nemendum er kennt að tálga er einnig verið að viðhalda rótgrónum handverkshefðum, sem hafa tíðkast á Íslandi, en saga útskurðar á Íslandi nær aftur til þjóðveldisaldar og tálgun er ein af þeim aðferðum sem beitt er við útskurð. Tálgun í skólastarfi býður upp á fjölbreytt verkefni þar sem meðal annars er miðað að því að nemendur tileinki sér réttar vinnustellingar, rétta notkun verkfæra auk annarrar hæfni sem á vel við þau hæfniviðmið sem nemendur eiga að tileinka sér samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla. Tilgangur verkefnisins er að búa til verkefnasafn sem kennarar geta nýtt sér í skólastarfi þegar þeir leggja fyrir tálguverkefni þar sem unnið er með efnivið úr nærumhverfinu. Verkefnin eru miðuð að nemendum á yngsta- og miðstigi í grunnskóla og eru sett fram á þann hátt að þau séu aðgengileg og auðveld til framkvæmdar fyrir þá kennara sem vilja leggja þau fyrir. Öll verkefnin eiga vel við hæfniviðmið sem fram koma í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir hönnun og smíði auk þess sem mörg þeirra eiga einnig vel við hæfniviðmið fyrir aðrar námsgreinar og bjóða því upp á samþættingu við aðrar námsgreinar með auðveldum hætti. Verkefnið er tvíþætt en annars vegar er fræðilegur hluti og hins vegar er verkefnasafn sem inniheldur 32 hugmyndir að tálguverkefnum. Í fræðilega hlutanum er fjallað um útikennslu og kosti hennar og sögu útskurðar bæði hérlendis og erlendis auk þess sem fjallað er um hvernig er tálgað, hvað þarf að hafa í huga og þann efnivið sem notaður er í verkefnahugmyndunum

  • In outdoor education the students increase their life skills when they for example learn to saw, chop and use a knife in different circumstances. One thing students can do in outdoor education is whittling wood that can be found in their surrounding area for example birch, alder and aspen. Culled wood is often used when students whittle wood from their surrounding area and it leads to more understanding of the wood value. When students learn to whittle they also learn ingrain craftsmanship that has been in Icelandic culture for a long time. Whittling in education offers different assignments that for example teach students the right posture, how to use the tools right and more ability that applies to the ability references listed in the National Curriculum Guide for Elementary School. The main purpose of this thesis is to create a collection of assignments that teachers can use in whittling assignments with wood from their surrounding area. The assignments are for students in first to seventh grade in elementary school. They are formulated so they are accessible and easy to use for teachers. All the assignments contribute well to the ability references for design and building listed in the National Curriculum Guide for Elementary School. Many of them also apply to ability references in different subjects and leads to easy integration of subjects. The thesis divides into a theoretical section and a collection of assignments that includes 32 whittling assignment ideas. In the theoretical section is a discussion about outdoor education and its advantages and the history of carving in both Iceland and other countries in the world. It also has directions how to whittle, what needed to have in mind and what kind of wood is used in the assignment ideas.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 27.04.2053.
Accepted: 
  • Jun 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31095


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefni_lovisarut.pdf2.42 MBLocked Until...2053/04/27Complete TextPDF
efnisyfirlit_lovisarut.pdf335.21 kBOpenTable of ContentsPDFView/Open
heimildaskra_lovisarut.pdf449.11 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open

Note: is Læst til 27.04.2053