Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31096
Í þessari ritgerð skoðum við hvort opinn efniviður geti stuðlað að sjálfsprottnu stærðfræðinámi. Til þess að komast að því veltum við fyrir okkur skilgreiningum á óformlegu námi sem einnig hefur verið skilgreint sem sjálfsprottið nám og skoðum hvernig ung börn temja sér stærðfræðileg hugtök snemma á ævinni. Þar sem við viljum gjarnan nýta náttúruna til stærðfræðináms og ekki síst leikskólalóðir, fjöllum við einnig um útinám, hvernig hægt er að nýta opinn efnivið og hvaða hlutverki hann gegnir í leik barna.
Við lögðum opinn efnivið fyrir nokkur 5-6 ára leikskólabörn á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði. Á meðan börnin léku sér og unnu með efniviðinn fylgdumst við með og skráðum niður það sem við sáum og heyrðum, tókum ljósmyndir og myndbönd á síma og dróna. Skráningaraðferðin sem stuðst var við nefnist uppeldisfræðileg skráning, en það er leið til þess að gera nám og námsferli leikskólabarna sýnilegt.
Eftir að hafa ígrundað þessar skráningar er niðurstaða okkar sú að opinn efniviður geti stuðlað að sjálfsprottnu stærðfræðinámi.
In this dissertation we will examine whether open ended material can encourage mathematical informal learning. We will examine definitions of informal learning and how young children practice mathematical concepts in early age. Since we like to use the nature as part of mathematical learning, as well as preschool playgrounds, we will also discuss outside learning, how to use open ended material and its value in children’s play.
We presented open material to a few children at the age of 5-6 at the preschool Óskaland in Hveragerði. While the children were playing and working with the material, we observed and documented what we saw and heard, took photographs and videos using a mobile phone and a drone. The method of documentation used was pedagogical documentation which is a way of making preschool children’s learning and learning process observable.
After having examined the data collected our conclusion is that open material can in fact encourage informal learning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed ritgerð - Skemman.pdf | 4,1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |