is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31097

Titill: 
 • Agi og umhyggja : birtingarmynd jákvæðs aga í uppeldi barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lögð fram sem lokaverkefni mitt til B.ed. prófs við Háskólann á Akureyri. Í ritgerðinni er fjallað um aga og uppeldi og einnig verður tekin fyrir agastefnan jákvæður agi. Börn þurfa aga og það sem skiptir mestu máli er að börn vilja aga. Það veitir þeim öryggi og þau finna fyrir umhyggju og festu. Markmiðið með verkefninu er að svara rannsóknarspurningunni um það hvernig sjálfstjórnarstefnan jákvæður agi nýtist í leikskólastarfinu og varpa ljósi á mikilvægi umhyggju og virðingar í uppeldinu þegar kemur að ummönnun barna.
  Ég mun fjalla lauslega um uppeldi og hegðun og mismunandi birtingarmyndir hennar. Í seinni hluta ritgerðarinnar mun ég fjalla um agastefnuna jákvæður agi sem er ung sjálfstjórnarstefna. Ég mun fjalla um hugmyndafræði agastefnunnar og hin ýmsu verkfæri sem hún hefur í leikskólastarfinu. Meginniðurstaða þessarar ritgerðar er sú að agastefnan jákvæður agi á vel heima í leikskólum landsins. Hún fellur vel að aðalnámskrá leikskóla og samrýmist henni að mörgu leyti. Hún skapar grundvöll fyrir nemendur til að þroskast og styrkja hæfni sína, sem er í anda grunnþátta aðalnámskráarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay I will present my final theses towards B.ed. degree at school of education from the University of Akureyri. In this thesis I will discuss the term discipline and its role in children’s upbringing. In the first part of this essay I will discuss the power of positive
  discipline in the classroom and its methods when it comes to children’s upbringing. It is well known how important regulation and security are for children’s need in their life. Bringing up children should be a priority. In the latter part I will concentrate on the term upbringing and the importance of great values in children’s life. In the later latter I will discuss positive discipline in the classroom and its benefits in children’s behavioral upbringing. The research questions that I attempted to answer were how positive discipline principle does belong in children’s kindergarten and its values in their upbringing. The Icelandic curriculum emphasizes the importance of respect and children’s own values in the upbringing as Positive discipline doe’s. Positive discipline teaches children to show responsibility, teaches selfdiscipline and problem-solving skills. These attributes are the main focus in the kindergartens curriculum.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.04.2022.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Marta.pdf385.67 kBLokaður til...30.04.2022HeildartextiPDF