is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31098

Titill: 
  • Orðaforði elstu barna á leikskóla : árangursríkar kennsluaðferðir og kennsluefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að finna nokkrar af árangursríkustu kennsluaðferðunum til að efla orðaforða barna á aldrinum fimm til sex ára, ásamt því að fjalla um kennslugögn sem útbúin voru útfrá þessum kennsluaðferðum. Að finna árangursríkustu kennsluaðferðirnar til að efla orðaforða leikskólabarna er ekki auðvelt verk en útfrá ýmsum kenningum og rannsóknum má áætla að merkingarsköpun sé eitt af lykilatriðunum í slíkum kennsluaðferðum. Í nútímasamfélagi er erfitt að sjá hvort við stjórnum tækninni eða hún okkur, en í flestum leikskólum landsins hefur tæknin verið notuð í kennslu á einn eða annan hátt. Skoðuð verða tæki á borð við spjaldtölvur geta reynst gríðarlega góð kennslutæki sé þeim beitt rétt og kennsla þeirra undirbúin með helstu þætti málþroskans að leiðarljósi. Þrátt fyrir þrautsegju sína þá er íslenska tungumálið einstakt og um leið viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum. Við munum líta á málefni tvítyngdra barna hér á landi í því samhengi, en þar kemur m.a. fram að tvítyngd börn þurfa að geta byggt upp traustan móðurmálsgrunn áður en þau geta lært seinna tungumálið. Seinni hluti ritgerðarinnar er umfjöllun um kennsluefni sem höfundur útbjó, en það samanstendur af 14 spjöldum sem hafa það hlutverk að efla orðaforða elstu barna í leikskóla á myndrænan hátt og með merkingarsköpunina að leiðarljósi. Tilgangurinn með þeim var jafnframt sá að hægt væri að laga þær að ýmsum kennsluaðferðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this paper was to find few of the most successful teaching methods that promote children’s vocabulary at the age of five to six years old. We will also review some teaching materials which were inspired by these teaching methods. Finding all of the most successful teaching methods that promote children’s vocabulary is not an easy job but based on various theories and researches we can presume that creation of meaning is one of the key elements in such teaching methods. In a modern society it may seem unclear whether we control technology or vice versa, but in most Icelandic preschools technology has been used as a teaching tool in one way or the other. We will discover that devices such as iPads can be used as powerful teaching tool if used wisely and the classes where they would be used are prepaired with the key elements of children’s language development in mind. In spite of its endurance the Icelandic language is unique and vulnerable to external effects. With that in mind we will view the conditions of bilingual children in Icelandic preschools. Among other findings we discover that bilingual children need to be able to build up a solid foundation for their native language before they can begin to learn a second language. In the second part of this paper we will explore a set of teaching material consisting of 14 cards. The purpose of these cards is to promote children’s vocabulary at the age of five to six years old by using visual aids and with the creation of meaning in mind. The cards were also prepaired in the hope that they could be adapted to various teaching methods and environments.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óli Steinar B.Ed.- Lokaverkefni.pdf503.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna