en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3109

Title: 
  • Title is in Icelandic „Ég er samt að gera meira en áður“ : félagsleg þátttaka hreyfihamlaðra unglingsstúlkna í framhaldsskólum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar forrannsóknar var að kanna þátttöku hreyfihamlaðra unglingsstúlkna í framhaldsskólanum. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð til að svara spurningunum: Hvernig kemur framhaldsskólinn til móts við þarfir nemenda með hreyfihömlun og hvaða tækifæri hafa nemendur með hreyfihömlun til að taka þátt í félagslegum athöfnum innan skólans og utan? Stúlkurnar voru valdar með markvissu úrtaki og höfðu áður tekið þátt í rannsókn Snæfríðar Þóru Egilson (2005) um þátttöku nemenda með hreyfihamlanir í grunnskólum. Tekin voru fjögur viðtöl við þrjá nemendur. Þau voru afrituð orðrétt með leyfi þátttakenda og gögnin greind út frá sniðmátun (e. template analysis). Við greiningu komu fram tvö meginþemu, annað fékk heitið félagsleg þátttaka innan skólans og hitt félagsleg þátttaka utan skólans. Félagsleg þátttaka innan skólans skiptist í þrjá undirflokka: Iðja og aðstæður, félagstengsl og samband við kennara og aðstoðarfólk. Félagsleg þátttaka utan skólans skiptist í tvo undirflokka: Félagsleg þátttaka í frístundum og vinátta. Niðurstöðurnar sýna að þátttaka unglingsstúlkna með hreyfihamlanir í framhaldsskólum byggir á samspili ólíkra þátta sem ýmist torvelda eða styðja við þátttöku þeirra. Ánægja með ástundun náms í framhaldsskóla var áberandi. Félagstengsl stúlknanna höfðu einnig aukist eftir að í framhaldsskólann kom. Rannsóknin er fyrsta skrefið í stærri rannsókn á þessum markhópi. Hún varpar ljósi á félagslega þátttöku stúlknanna þriggja og þá þætti sem skipta þær mestu í framhaldsskólanum og utan hans.
    Lykilhugtök: hreyfihömlun - eigindleg rannsóknaraðferð - þátttaka - sniðmátun - þátttakendur

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað
Accepted: 
  • Jun 26, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3109


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ég er samt að gera meira en áður_fixed.pdf1.21 MBLockedÉg er samt að gera meira en áður...Félagsleg þátttaka hreyfihamlaðra unglingsstúlkna í framhaldsskólum - heildPDF
abstract_fixed.pdf33.62 kBOpenÉg er samt að gera meira en áður...félagsleg þátttaka hreyfihamlaðra unglingsstúlkna í framhaldsskólum -abstractPDFView/Open
Agrip_fixed.pdf5.8 kBOpenÉg er samt að gera meira en áður.. félagsleg þátttaka hreyfihamlaðra unglingsstulkna í framhaldsskólum - ÁgripPDFView/Open
efnisyfirlit_fixed.pdf84.51 kBOpenÉg er samt að gera meira en áður... Félagsleg þátttaka hreyfihamlaðra unglingsstúlkna í framhaldsskólum - efnisyfirlitPDFView/Open
heimildarskrá_fixed.pdf79.94 kBOpenÉg er samt að gera meira en áður _ heimildarskráPDFView/Open