is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31105

Titill: 
  • „Það verður hvort sem er aldrei neitt úr þér‟ : reynsla einstaklinga með leshömlun af grunnskólagöngunni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga með leshömlun af grunnskólagöngunni og hvort leshömlunin sem slík hafi haft áhrif á áframhaldandi nám eða starfsval. Rannsóknarspurningarnar sem lagt var upp með voru: Hver er reynsla einstaklinga með leshömlun af grunnskólagöngunni hvað varðar nám og líðan? Hafði leshömlunin áhrif á frekara nám þeirra eða starfsval? Til að leita svara við þessum spurningum voru tekin viðtöl við sex einstaklinga með leshömlun á aldrinum 26 til 49 ára. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem gögnum var aflað með hálfopnum einstaklings-viðtölum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðmælendur rannsakanda hafi haft misgóða reynslu af grunnskólagöngu sinni. Heilt á litið var reynsla þeirra af grunnskólanum ekki slæm þó að vissulega hafi skólaganga þeirra ekki alltaf verið dans á rósum. Mikill skortur var á úrræðum hjá viðmælendum rannsakanda eftir að greining um leshömlun lá fyrir og upplifðu þeir nánast allir hálfgert úrræðaleysi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að þeir hafa ekki látið leshömlunina koma í veg fyrir að elta drauma sína og fóru þeir allir áfram í það nám og þann starfsvettvang sem þeir höfðu ætlað sér frá því þeir voru ungir. Það má því segja að mikil þrautseigja hafi einkennt viðmælendur rannsakanda.

  • Útdráttur er á ensku

    The research was done to gauge how individuals with dyslexia experience elementary school and whether the dyslexia had an effect on further studies or their choice of career. The research questions were: How do individuals with dyslexia experience elementary school in regards to the curriculum and their wellbeing? Did the dyslexia effect further studies or career choices? Six individuals between the ages of 26 to 49 with dyslexia were interviewed in order to answer these questions. The study was based on qualitative method, where the data was gathered with semi-structured interviews.
    The results indicate that the interviewees had differing experiences of elementary school. Their overall experience from elementary school was not bad, even though at times there were challenges. There was a lack of resource for these individuals after their diagnosis and in most cases they experienced helplessness. The results of the research also shows that these individuals did not let the dyslexia get in the way of their dreams and they all continued into the studies and careers that they had initially set out to do. This indicates that the interviewees all had a lot of tenacity.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Dögg - MA ritgerð.pdf775,23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna