is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31107

Titill: 
 • Reynsla kennara af fræðslu og forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni rannsóknarinnar sem er lýst í þessari ritgerð er reynsla kennara á fræðslu og forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Það er í höndum kennara að vernda og fræða nemendur sína. Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og rannsaka reynslu kennara til forvarnarverkefna og fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Að auki var tilgangur rannsóknarinnar að kanna reynslu og upplifun kennara á kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og hvernig upplifun kennara er af háskólanámi í kennslufræði hvað varðar undirbúning og fræðslu til kennara á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Með þessu er leitast eftir því að finna leiðir til að efla kennara í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum.
  Leitað var svara við rannsóknarspurningunni með viðtölum við grunnskólakennara á Akureyri. Rannsóknaraðferðin er eigindleg með fyrirbærafræðilegri nálgun og notast var við rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Úrtakið samanstóð af átta þátttakendum sem eru grunnskólakennarar. Viðtölin voru greind í yfir og undirþemu sem lýstu reynslu kennara til fræðslu- og forvarnarverkefna gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Textinn er flokkaður eftir innihaldi viðtala.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr erlendum rannsóknum, sem sýna að kennarar hafi ekki þá þekkingu sem þarf til að sinna góðu forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að fræðsla til verðandi grunnskólakennara hvað varðar forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum, sé afar takmörkuð og jafnvel minni en erlendar rannsóknir gefa til kynna. Kennararnir voru meðvitaðir um skyldur sínar, töluðu um tilkynningarskyldu en einnig að þeir væru óöruggir þegar kæmi að því að tilkynna grun um kynferðislegt ofbeldi. Þeim fannst þeir þurfa að hafa eitthvað skjalfest í höndum sér. Það er samhljóma niðurstöðum erlendra rannsókna sem og innlendra.
  Niðurstöður leiddu í ljós að meðrannsakendur upplifðu óöryggi eftir kennaranámið og fannst þekking sín á kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum afar takmörkuð. Lítil sem engin fræðsla var í kennaranáminu og vildu allir meðrannsakendur fá meiri fræðslu um kynferðislegt ofbeldi. Þeir töldu réttast að sú fræðsla væri í kennaranáminu. Óöryggi meðrannsakenda leiddi til þess að meirihluti þeirra töldu þekkingu sína á forvarnarverkefnum það takmarkaða að þeir treystu sér ekki til þess að sinna forvarnarfræðslu gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum.
  Lykilorð: Kynferðisofbeldi, nemendur, börn, kennarar, forvarnarverkefni, fræðsla

 • Útdráttur er á ensku

  The focus of the study described in this thesis is teachers’ experience of child sexual abuse prevention programmes. It is up to the teachers to protect and educate their students and this is a part of that objective. The main purpose of this study is to investigate the experience of and attitude towards child sexual abuse prevention programmes and instruction on the topic. Furthermore, the study sought to check the knowledge that teachers have of sexual abuse. and how they have experienced their pedagogy studies in terms of preparation and education of child sexual abuse. By doing so the hope is to find ways to enable teachers to use preventative measures against child sexual abuse.
  To answer the research question the author conducted interviews with primary school teachers in Akureyri. The methodology that was chosen was a qualitative, phenomenological approach from the Vancouver-school of Phenomenology. The sample consisted of eight participants that are primary school teachers. The text was analysed and categorised into main themes and sub themes that described teachers’ experiences and knowledge towards preventative measures against child sexual abuse. The text is then categorised based on the content of the interviews.
  The main findings of the study were mainly consistent with research from abroad, which showed that teachers do not have the knowledge of child sexual abuse prevention programmes that they need to properly implement in their classrooms. Additonally, the results indicate that those studying to become primary school teachers receive very limited instruction on preventitive measures against child sexual abuse. The instruction seems to be even less than what is indicated in research from other countries. The teachers were aware of their obligations, they spoke of how they were required to report abuse but very insecure about filing reports on their suspicions. Furthermore, that when it came to the reporting they felt the need to have something concrete to pass along. This is consistent with findings from other studies both here and abroad.
  The results of the study suggested that the participants, following their pedagogy studies, experienced insecurity and felt that their knowledge of sexual abuse of children was very limited. This topic was not really covered in their pedagogy studies and all participants agreed that they wanted more education on the subject. Additionally, they felt that this instruction was included in their pedagogy studies. The insecurity that the participants experienced and their lack of knowledge on the subject led to them shy away from the use of prevention programmes for child sexual abuse in their own classrooms.
  Keywords: Sexual abuse, students, teachers, children, prevention programmes, education

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElisabetJonsdottir_Kennaradeild_pdf_HA_V2018.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna