Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31108
Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á áhrifum snemmtækrar íhlutunar í lestrarnámi. Leið til læsis er stuðningskerfi ætlað kennurum á yngsta stigi grunnskóla til að finna þau börn sem eiga á hættu að lenda í lestrarerfiðleikum annars vegar og til að skipuleggja íhlutun og meta áhrif af henni hins vegar. Stuðningskerfið Leið til læsis samanstendur af handbók, lesskimunarprófi og eftirfylgdarprófum í lesfimi og sjónrænum orðaforða.
Í rannsókninni var fylgt eftir vinnuferli starfendarannsókna. Megindlegum gögnum var safnað og var rannsóknarsniðið óslembuð samanburðarrannsókn. Rannsóknin fólst í því að skima fyrir mögulegum lestrarerfiðleikum hjá börnum í 1. bekk í einum grunnskóla og veita þeim viðeigandi íhlutun í hljóðkerfisvitund, stafaþekkingu og málþroska. Íhlutunartímabilin voru þrjú og voru áhrif metin með eftirfylgdarprófum í lesfimi og sjónrænum orðaforða.
Sett var fram rannsóknarspurning og undirspurning sem afmarkar og þrengir betur markmið með rannsókninni. Rannsóknarspurningin er: Hver eru áhrif snemmtækrar íhlutunar, með Leið til læsis, á lestrarnám barna sem greinst hafa í áhættuhópi? Undirspurningin er: Er hægt að minnka líkurnar á því að börn sem eru í áhættuhópi dragist enn frekar aftur úr jafnöldrum, með markvissri kennslu í hljóðkerfisvitund, stafaþekkingu og eflingu málþroska?
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhrif snemmtækrar íhlutunar með Leið til læsis séu jákvæð á heildina litið. Öll börn í íhlutunarhópi sýndu framfarir. Horft var til kenningar Stanovich um Matteusar-áhrif þar sem segir að börn sem eiga í erfiðleikum í lestrarnámi eigi á hættu að dragast aftur úr þeim börnum sem gengur vel og bilið milli þessara hópa muni því aukast með tímanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar jókst bilið ekki á milli hópanna og náði íhlutunarhópur að halda í við framfarir samanburðarhóps.
This paper describes a study on the effects of early interventions in teaching children how to read. Leið til læsis is a support system designed to assist teachers in the first grades in elementary school to (a) identify children at risk for developing reading disabilities, and (b) organize interventions and assess their effects. The support system consists of a manual, a screening test, and follow-up tests in reading and visual vocabulary.
The study was followed by the working process of action research. Quantitative data was collected and the study format was non-equivalent control group design. The study involved screening for potential reading disabilities in first grade children in one elementary school and providing them appropriate interventions in phonological awareness, letter knowledge and language development. The intervention period was three, and the effect of the intervention was assessed by follow-up tests in reading and visual vocabulary.
A research question was presented, along with a sub-question to further narrow down the aims of the study. The research question is: What are the effects of early interventions, using Leið til læsis, on literacy in children at risk for developing reading disabilities? And the sub-question is: By using targeted instructions in phonological awareness, letter knowledge and language development, can the odds of these children falling behind their peers be reduced?
The results indicate that early interventions in Leið til læsis have a positive effect on reading abilities, with all children in the research group showing progress. Stanovich’s theory of Matthew effect was considered, where children with reading disabilities are presumed to fall behind the others, and the gap between the two groups is presumed to expand over time. The results of the study revealed that the gap did not grow over time, as the research group’s progress matched the progress of the control group.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPR_Ritgerd_lokaskil.pdf | 576,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |