Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31109
Í ritgerð þessari er fjallað um kennsluaðferðir til að auka áhuga og efla orðaforða nemenda. Jafnframt hvernig ég get þróað kennsluhætti í tengslum við starf mitt sem kennari í grunnskóla.
Forsenda fyrir því að skilja texta er að hafa góðan orðaforða og að orðin í textanum gefi fyrirheit um merkingu og skilning. Ef nemendur hafa góðan orðaforða eykst lesskilningur og ef þetta tvennt, orðaforði og lesskilningur, helst í hendur er árangur ekki langt undan (Pearson, Hiebert og Kamil, 2007, bls. 282). Hugmyndafræðin bak við rannsóknina er að skoða hvernig hægt sé að efla og auka orðaforða nemenda með aðferðum sem kallast Orð af orði.
Um er að ræða samþætta og samvirka aðferð þar sem markmiðið með henni er að efla orðaforða og orðvitund nemenda þannig að þeir geti aukið hæfni sína. Lykilhugtökin sem ég hafði að leiðarljósi í rannsóknarvinnunni voru eftirfarandi: Orðakennsla, orðanámsaðferðir, árangur og áhugi. Af þessu varð til rannsóknarspurningin; Hvernig get ég þróað eigin kennsluhætti og stuðlað að auknum áhuga og eflingu orðaforða nemenda með verkfærum aðferðarinnar Orð af orði?
Ritgerðin lýsir starfendarannsókn, sem unnin var frá ágúst til desember 2016 með nemendum þriðja bekkjar. Þeir tóku Orðalykil, sem er staðlað orðaforðapróf fyrir nemendur í 3.- 10. bekk, í upphafi tímabilsins og einnig í lokin þegar kennslunni lauk formlega. Þess á milli var unnið markvisst með krossglímu, orð dagsins, hugtakakort, orðaskjóðu og yndislestur en allt fellur undir umrædda aðferð.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að vel tókst að kenna aðferðirnar, nemendur voru áhugasamir í allri vinnu. Útkoma Orðalykils sýnir að allir nemendur bættu sig frá fyrra prófi til hins seinna. Við vinnu ritgerðarinnar var mér ljóst að það voru takmarkanir þ.e stærð úrtaks var lítið og einungis var stuðst við eitt staðlað próf. Því er ekki hægt að alhæfa um árangur kennsluaðferðanna, heldur þyrfti að koma til viðameiri rannsóknar. Ritgerð mín er framlag til þekkingarsköpunar um kennsluaðferðina Orð af orði.
The essay is about the increase of interest and to strengthen the vocabulary of students, also how I can develop my teaching methods as a teacher in elementary/primary school.
The presupposition for understanding a text is to have good vocabulary and that the words in the text gives promise about the meaning and understanding of words. If students have good vocabulary, their reading comprehension increases and when these two abilities are combined the results are not a far away (Pearson, Hiebert and Kamil, 2007, bls. 282). The ideology behind the research is to look at how one can strengthen and increase the vocabulary of students with the methods from Orð af orði.
The Orð af orði method is an integrated and synergetic method that has the objective to increase the vocabulary and word awareness of the students, so they can increase their reading abilities. The key concepts I kept in mind doing the research were the following: Teaching words, the method to learn words, success and interest. Here the research question was formed; how can I develop my own teaching methods and encourage interest and strengthen the vocabulary of students with the tools using the methods of Orð af orði?
The essay is action research was prepared and finished from August to December 2016 and the subject was 3rd grade. They had Orðalykill, which is a standardized vocabulary test for students from the 3rd grade to the 10th grade, at the beginning of the semester and at the end of the semester when the teaching finished formally. In between there was systematic work with crosswords, the word of the day, concept map, bag of words and delightful reading, but all these fall under the method in question.
The main conclusion of the research is that teaching the methods was a success and the students were enthusiastic when working the assignments. The outcome of Orðalykill was that all students improved from the first test to the last test. When working on the essay I realized that there were restrictions, i.e. the sample group was small and only one standardized test was applied. Therefor it is not possible to generalize the result of the teaching methods, a larger study would be needed for that. My essay is a contribution to creation of knowledge about the teaching method Orð af orði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Harpa Frímannsdóttir, Orð eru öflug, lokaskil 11.maí 2018 PDF útgáfa.pdf | 2,06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |