Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31110
Markmið verkefnisins var að útbúa vefsíðu með kennsluefni til að læra á ýmis forrit sem geta veitt stuðning við nám og daglegt líf. Vefsíðan er unnin út frá þörfum einstaklinga með lestrarörðugleika. Við vinnslu verkefnisins var rannsóknarspurningin höfð til hliðsjónar: Hvernig má nota nútímatækni til að mæta þörfum einstaklinga með lestrarörðugleika?
Verkefnið skiptist í tvo hluta, greinargerð og vefsíðu. Greinargerðin fjallar um notkun upplýsingatækni í skólastarfi, þar sem sjónum er beint að notkun snjalltækja hjá einstaklingum með námsörðugleika. Notkun tækni í tengslum við lestrarörðugleika er sérstaklega skoðuð og þættir sem tengjast námsörðugleikum á því sviði. Tekin voru viðtöl við lesblinda einstaklinga til að fræðast um upplifun þeirra og reynslu og þau borin saman við rannsóknir. Efnið var nýtt í hugmyndavinnu um hvernig mætti byggja upp vefsíðuna.
Hinn hluti verkefnisins snýr að hönnun vefsíðu. Fjallað er fræðilega um uppbyggingu, form, leturgerðir og notkunarmöguleika. Vefsíða verkefnisins er byggð upp út frá þeim gögnum sem rannsökuð voru um hönnun vefsíðna en sérstaklega er haft í huga að hún sé notendavæn og henti einstaklingum á öllum aldri. Meginmarkmið síðunnar er að veita einstaklingum sem glíma við námsörðugleika og stuðningsaðilum þeirra aðstoð til að geta nýtt sér tæknileg tækifæri við nám, kennslu og daglegt líf. Vefsíðan er byggð upp á kennslu í formi myndbanda um notkun á forritum sem nýta má til stuðnings við lestur, hlustun, ritun og skipulag. Síðan ber heitið SnjallVefjan og má finna á vefslóðinni www.snjallvefjan.is.
The goal of this project was to create a website with educational content on how to learn to use various programs that can support both learning activities and activities of everyday life. The website is based on the needs of individuals with reading disabilities. The research question was: How can modern technology support the needs of people with reading disabilities?
The project is divided into two parts, a report and the development of an educational website. The report focuses on the use of ICT in school, especially on the use of smart devices for students with learning disabilities. Particular attention is paid to the use of technology related to reading disabilities and aspects related to learning disabilities. Interviews were conducted with students with dyslexia to learn about their experiences and to compare to other studies performed in the area. The content of the interviews was used to inform the development of the website.
The other part of the project relates to website design for individuals with reading disabilities, the structure, shape, fonts and possibilities of such a design. The website is based on a comprehensive review of the pertinent literature on the design of web pages, especially usability and suitability for individuals of all ages.
The main objective of the site is to provide individuals with learning disabilities, their parents and their teachers to take advantage of technical opportunities for learning, teaching and daily life. The main content of the website are tutorial videos on how various programs and applications can be used to support reading, writing and organizing. The website is called SnjallVefjan and can be found at www.snjallvefjan.is.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA_HelenaSig_2018.pdf | 7.14 MB | Open | Complete Text | View/Open |