is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31111

Titill: 
 • Starfsálag grunnskólakennara og bjargir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hvað það er sem einna helst eykur starfsálag grunnskólakennara og hvaða þættir það eru sem að mati grunnskólakennara geta unnið gegn starfsálagi þeirra. Starfsálag grunnskólakennara hefur aukist jafnt og þétt síðustu áratugi og má tengja það við hinar ýmsu þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa.
  Niðurstöður byggja á viðtölum sem tekin voru haustið 2017 við sex grunnskólakennara í þremur skólum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð.
  Helstu niðurstöður voru þær að það sem helst veldur starfsálagi meðal grunnskólakennara er sú tilfinning að ná ekki að sinna öllum verkefnum nógu vel, til dæmis að ná ekki að sinna hverjum og einum nemenda eins vel og hægt er. Einnig veldur þeim álagi að vita að nemendur þurfi að bíða lengi eftir aðstoð. Þátttakendum rannsóknarinnar fannst teymiskennsla helst vinna gegn starfsálagi, þar væru fleiri en einn að vinna saman með ákveðinn hóp að sameiginlegu markmiði og þannig væri hægt að dreifa ábyrgð og álagi á milli samstarfsmanna. Þátttakendum rannsóknarinnar fannst jafnframt mikilvægt að hafa jafningja til að ræða við um hvað reynist vel og hvað megi betur fara í kennslunni og almennt í skólastarfinu.
  Í virku lærdómssamfélagi eru samvinna og sameiginleg ábyrgð tvær af megináherslunum þar sem samstarfsaðilar vinna saman að sameiginlegum markmiðum og styðja hvern annan í leik og starfi. Efling lærdómssamfélaga í skólum getur því unnið gegn starfsálagi grunnskólakennara, þar sem byggt er á jafningjastuðningi, fagmennsku og teymisvinnu.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research paper is to shed light on what increases the workload of elementary school teachers and what factors can, in their opinion, work against their workload. The workload of elementary school teachers has increased steadily in the last decades and can be linked to the various social changes that have taken place during that time.
  Research results are built on interviews taken in the fall of 2017 with six elementary school teachers in three different schools. A qualitative research method was used.
  The main research results were that what mostly causes workload amongst elementary school teachers is the feeling of not achieving all the tasks and knowing that students must wait for a long time for assistance. The participants all agreed that team teaching was most effective against workload, where people worked together on a common goal, thus spreading responsibility and stress. The participants also found it important to be able to discuss ideas and problems in the classroom with their peers.
  In an active learning community, collaboration and shared responsibility is one of the main priorities where peers work together towards common goals and support each other in everyday life and in work. Improving professional learning communities in schools can thus work against the workload of elementary school teachers, based on peer support, professionalism, and team work.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsálag grunnskólakennara og bjargir .pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna