is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31115

Titill: 
 • Það gefur tækifæri að hafa leik- og grunnskóla í sameiginlegu húsnæði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður rannsóknar á reynslu af starfi í skólum þar sem leik- og grunnskóli eru í sameiginlegu húsnæði. Í rannsókninni var sjónum beint sérstaklega að því hvaða þættir geta haft fjárhagsleg áhrif, hverju þarf að huga að við hönnun og hver áhrifin á nemendur eru. Tveir skólar tóku þátt í rannsókninni. Annar þeirra er í dreifbýli og þar eru innan við hundrað nemendur en hinn er í þéttbýliskjarna og þar eru nemendur talsvert á annað hundrað. Rætt var við fimm einstaklinga á hvorum stað, sem höfðu allir ólíka aðkomu að skólastarfinu.
  Rannsakandi kynnti sér húsnæðið, fylgdist með starfinu og tók viðtöl við þátttakendur. Leitað var svara við spurningunni: Hverjir eru kostir og gallar við það að hafa leik- og grunnskóla í sameiginlegu húsnæði? Niðurstöður sýna að helstu kostir eru að það skapast fjárhagslegur ávinningur þar sem hægt er að samnýta ýmis rými, hægt er að vera með eitt mötuneyti í staðinn fyrir tvö, hægt er að samnýta námsgögn og ýmis tæki og mögulegt er að nýta sumt starfsfólk á báðum skólastigum. Sameiginlegt húsnæði gefur tækifæri til þess að koma á samskiptum milli ólíkra aldurshópa. Það gerir samskipti og samgang milli skólastiganna auðveldari og stuðlar þannig að samfellu í skólastarfi barnanna og auðveldar flutning frá leikskóla í grunnskóla. Þeir þættir sem þarf að gæta sérstaklega að er að við hönnun húsnæðisins sé hugað að því að umgangur og leikur nemenda valdi ekki truflun á hinu skólastiginu, að nægilegt rými sé fyrir starfsemina og að sameiginleg rými starfsfólks séu aðgengileg fyrir alla og staðsett nálægt leikskólahúsnæðinu. Huga þarf sérstaklega að því að skapa samstarfsgrundvöll og tíma fyrir kennara til þess að kynna sér starfsaðferðir hins skólastigsins og vinna saman að því að finna leiðir til að nýta sem best þá kosti sem húsnæðið býður uppá.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay discusses the results of a study of work experience in schools where kindergarten and elementary school are in the same building. In the study, the focus was on what factors may have a financial impact, what should be considered when designing and what the impact on students is.
  Two schools participated in the study. One of them is in rural area, and there are less than hundred students, while the other is in urban area, and there are more than hundred students. Five people were interviewed in each place, and each of them had a different approach to the schooling.
  The investigator looked at the housing, watched the schooling and
  interviewed the participants. The research question was: What are the pros and cons of having a kindergarten and an elementary school in a shared housing? The results show that it creates financial benefits because it is possible to share a variety of spaces, cook in one place instead of two, share study material and various devices and possibly take advantage of some staff at both school levels. Shared housing provides opportunities for communication between different age groups. It facilitates relationship between school levels, thus contributing to the continuity of the children's schooling and facilitates transportation from kindergarten to elementary school. The factors that need special attention is that in the design work it is important to keep in mind that students traffic and play does not disturb the
  other school level, that there is sufficient space for the schooling and that the shared staffspace is accessible to all and located near the kindergarten. It is important to create a basis for cooperation and time for teachers to get acquainted to the working methods of the other school level and work together to find ways to make the most of the benefits offered by the housing.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það gefur tækifæri - ritgerð - SteinunnArnljótsdóttir_kennaradeildHA_V2018.pdf838.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna