is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31121

Titill: 
  • Áhrif hjúkrunarmeðferðar á svefnvenjur 0-2ja ára barna með svefnvanda og á skynjaðan stuðning mæðra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Talið er að um 25-40% 0-2ja ára barna glími við svefnvanda. Sýnt hefur verið fram á að svefnvandi barna hefur bein tengsl við auknar líkur á hegðunarvanda, félags- og tilfinningalegum vanda sem og offitu barna síðar á lífsleiðinni.
    Tilgangur: Tilgangur var tvíþættur. Annars vegar að kanna áhrif íhlutunar hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu í formi sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar til mæðra 0-2ja ára barna með svefnvanda, á þann stuðning sem þær fá frá hjúkrunarfræðingunum. Hins vegar að kanna áhrif íhlutunar hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu í formi sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar til mæðra 0-2ja ára barna með svefnvanda á svefn barnanna.
    Aðferð: Gerð var framskyggn íhlutunarrannsókn án samanburðarhóps með einshópa hálfstöðluðu tilraunasniði. Úrtakið var markmiðsúrtak, 35 mæður 0-2ja ára barna, sem allar höfðu tjáð sig um svefnvanda barna sinna í hefðbundinni ungbarnavernd. Sérhæfða hjúkrunarmeðferðin sem mæðrum var boðin fól í sér tvö meðferðarsamtöl ásamt einni símaeftirfylgd. Skoðaðar voru niðurstöður frá mæðrunum úr matslista (ICE-FPSQ) sem metur hugrænan og tilfinningalegan stuðning sem mæðurnar upplifðu frá hjúkrunarfræðingunum fyrir og eftir íhlutun og hins vegar niðurstöður um svefn barna þeirra fyrir og eftir íhlutun. Við úrvinnslu gagna var hvort tveggja notuð lýsandi tölfræði og gerð t-próf háðra úrtaka og kí-kvaðrat próf til að skoða marktækni.
    Niðurstöður: Við samanburð á stuðningi hjúkrunarfræðinganna fyrir og eftir íhlutun kom í ljós marktækur munur (p<0,05) á hugrænum og tilfinningalegum stuðningi, sem og á heildarstuðningi sem mæðurnar upplifðu frá hjúkrunarfræðingunum eftir íhlutunina. Íhlutunin hafði einnig mjög jákvæðar breytingar á svefnvenjur barnsins. Barnið sofnaði oftar í sínu rúmi, sofnaði oftar sjálft, færri börn vöknuðu hverja nótt (p<0,05), barnið vaknaði færri nætur yfir vikuna (p<0,05) og vaknaði í færri skipti hverja nótt fyrir sig (p<0,05).
    Ályktanir: Þessar rannsóknarniðurstöður gefa tilefni til að álykta að sérhæfð hjúkrunarmeðferð til mæðra barna með svefnvanda bæti svefn barnanna ásamt því að hafa áhrif á og bæta upplifun þeirra af stuðningi frá hjúkrunarfræðingunum.
    Lykilorð: svefnvandi, fjölskylduhjúkrun, sérhæfð hjúkrunarmeðferð, Calgary-fjölskylduhjúkrunarlíkan, meðferðarsamtöl, tilfinningalegur stuðningur, hugrænn stuðningur.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: It is considered that around 25-40% of children 0-2 year-old have sleeping problems. It´s been shown that children’s sleeping problems have direct connection to increased likelihood on development of behavioral, social and emotional problems as well as obesity later in their childhood.
    Purpose: First it was to explore the influence of a special nursing intervention of primary care nurses to mothers of 0-2-year-old children with sleeping problems, on perceived support they got from the nurses. Second it was to explore the influence of a special nursing intervention of primary care nurses to mothers of 0-2-year old children with sleeping problems on their child´s sleep.
    Methods: A prospective quasi-experiment was done from available data of 35 participants that were mothers of 0-2-year-old children that had expressed their concerns of their child´s sleeping habits at their child´s regular checkup at the health clinic. The special nursing intervention the mothers were given consisted of two therapeutic conversations and one follow-up by telephone.
    Results from a questionnaire (ICE-FPSQ) that the mothers answered were
    examined that evaluates perceived emotional and cognitive support the
    mothers get from the nurses before and following the nursing intervention. The children´s sleep was also examined before and following the nursing intervention. The data was processed using both descriptive statistics and t-test dependent samples and chi-squared test to ensure statistical significance.
    Results: When comparing perceived nursing support before and following the intervention there was a significant difference (p<0,05) in cognitive and emotional support and in the supports combined. The intervention also had a very positive effect on the children´s sleep. The child went to sleep more often in its own bed, went to sleep by itself more often, fewer woke up every night (p<0,05), woke up fewer nights during a week (p<0,05) and woke up fewer times during each night (p<0,05).
    Conclusion: These results give nurses in primary health care reason to
    conclude that a special nursing intervention to mothers with children with sleeping problems helps to solve their problem and has a positive influence on their perceived support to the mothers.
    Keywords: sleeping problem, family nursing, special nursing intervention, emotional support, cognitive support.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefnið lokaeintak AMR.pdf6.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna