is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31122

Titill: 
 • Áhrif framköllunar fæðingar eftir 41 vikna meðgöngu á fæðingarmáta og útkomu fæðinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á síðustu árum hefur framkölluðum fæðingum fjölgað mikið hér á landi eins og víðast hvar í nágrannaríkjum. Rannsóknir um áhrif framköllunar fæðingar á útkomu eru nokkuð misvísandi en hafa sýnt að slíkt inngrip geti haft áhrif á fæðingarmáta og ýmsa útkomuþætti kvenna og barna.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort framköllun fæðingar eftir 41 vikna meðgöngu hafi áhrif á fæðingarmáta og útkomu kvenna og barna. Skoðað verður hvort munur sé á frumbyrjum og fjölbyrjum hvað þetta varðar.
  Rannsóknin er aftursýn ferilrannsókn á útkomu fæðinga kvenna sem fæddu eftir 41 vikna meðgöngu þar sem bornar voru saman fæðingar sem fóru sjálfkrafa af stað og framkallaðar fæðingar. Gögnum var safnað fyrir konur sem fæddu eftir 41 vikna meðgöngu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu 01.01.13–31.12.16. Framkvæmd var aðhvarfsgreining til að kanna áhrif frumbreyta á útkomu.
  Af 2419 konum fóru 61,8% þeirra sjálfkrafa af stað en 38,2% fengu framköllun fæðingar. Niðurstöður sýna að ef fæðing er framkölluð hjá frumbyrju er líklegra að fæðingin endi með keisaraskurði samanborið við konur sem fara sjálfar af stað (p<0.01) en þau áhrif eru ekki að finna þegar fjölbyrjur eiga í hlut. Framköllun fæðingar eykur notkun á mænurótardeyfingu, bæði hjá frumbyrjum (p<0.001) og fjölbyrjum (p<0.05) og fæðingin tekur styttri tíma ef hún er framkölluð (p<0.001). Framköllun fæðingar hafði ekki marktæk áhrif á helstu útkomubreytur barna.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að framköllun fæðingar eftir 41 vikna meðgöngu auki líkur á keisaraskurði hjá frumbyrjum samanborið við sjálfkrafa upphaf fæðingar, auki notkun á mænurótardeyfingu og stytti tíma fæðingar. Aftur á móti sýnir rannsóknin ekki fram á að aukin áhætta fylgi framköllun fæðinga fyrir fjölbyrjur. Styrkur líkana og stærð metinna stika benda ekki til áhrifa framköllunar fæðingar á útkomu barna.
  Lykilorð: framköllun fæðingar, fæðingarmáti, útkoma fæðinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Rates of induction of labor (IOL) in Iceland have increased over recent years, as in most neighbor countries. Recent literature on the effect of IOL has provided conflicting results but some evidence suggests effects of this obstetric intervention on mode of delivery, maternal and neonatal outcome. The aim of this study was to evaluate the impact of IOL in late term pregnancies (≥41 weeks) on mode of delivery, maternal and neonatal outcome and if there is a difference between primiparas and mulitparas in that sence.
  A retrospective cohort study of deliveries after 41 weeks of pregnancy was conducted for all deliveries in Landspítali Háskólasjúkrahús in the period 01.01.13-31.12.16. It compares outcomes of IOL deliveries to spontaneous labor deliveries. Logistic regression analysis was performed to determine the impact of the independent variables on the outcome.
  Of the final cohort (2419 women), 61,8% had a spontaneous onset of labor and 38,2% had IOL. The results showed that the probability of caesarean section was increased in the IOL group if the women were primiparas (p<0.01). The probabilites where similar for the multiparas. IOL seems to increase the use of epidural anesthesia in labor, both for primiparas (p<0.001) and multiparas (p<0.05) and reduces the duration of labor (p<0.001). Similar results where observed in the neonatal outcome in both groups.
  IOL compared with spontanous onset of labor increases the risk of caesarean section for primiparaous women as well as the use of epidural anesthesia and reduces the duration of labor. Model power and parameter estimates do not indicate that induction of labor after 41 weeks of pregnancy effects neonatal outcome.

  Key words: induction of labor/labour, induced labor/labour, mode of delivery, pregnancy outcomes.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin6.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna