is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31123

Titill: 
 • „Það er svona rómantísk kyrrð yfir dauðanum“ : reynsla karlkyns þolenda af kynferðisofbeldi og sjálfsvígshugsunum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjálfsvígshugsanir eru algengar meðal karlkyns þolenda kynferðisofbeldis en afar fáar rannsóknir hafa einblínt sérstaklega á þann þátt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða reynslu karlkyns þolenda af kynferðisofbeldi og sjálfsvígshugsunum.
  Rannsóknaraðferðin er eigindleg, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Tekin voru djúpviðtöl við sjö karlmenn sem allir áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og jafnvel gert tilraun til sjálfsvígs. Tekin voru tvö viðtöl við fjóra af þátttakendunum en þrjú viðtöl við þrjá, samtals 17 viðtöl.
  Helstu niðurstöður sýna að sjálfsvígshugsanir snérust fyrst og fremst um að finna frið og sleppa við ágengar hugsanir um ofbeldið. Sjálfseyðingarhvöt var sterk hjá þeim öllum sem meðal annars kom fram í áhættuhegðun og sjálfsvígshugsunum. Mýtur um karlkyns þolendur kynferðisofbeldis hafði mikil áhrif á þátttakendurna en karlmennskuímyndin hafði neikvæð áhrif á þá sem fólst í ákveðinni tilfinningalegri þöggun sem varð til þess að þeir bældu niður tilfinningar sínar. Einnig voru þeir hræddir um að verða sjálfir stimplaðir sem gerendur sem hindraði þá í að segja frá. Brotin sjálfsmynd, niðurrif og neikvæðar hugsanir voru algengar en þeir greindu frá miklum létti við að segja frá. Stuðningur og viðbrögð annarra skiptu þá máli ásamt þekkingu heilbrigðisstarfsfólks sem þeim fannst þó ábótvant. Þátttakendurnir glímdu við ýmsa andlega erfiðleika á fullorðinsárum. Sjálfsvígshugsanir komu í bylgjum eftir því hvað gekk á í lífi þeirra. Karlmennskuímynd og brotin sjálfsmynd voru stórir áhrifaþættir, ásamt lífsseigum mýtum um karlkyns þolendur kynferðisofbeldis.
  Mikilvægt er að útrýma þeim hugmyndum um að karlar eigi ekki að sýna tilfinningar né opna sig um þau áföll sem þeir verða fyrir. Einnig er þekking heilbrigðisstarfsfólks mikilvæg og mætti leggja meiri áherslu á að spyrja um áfallasögu. Lykilorð: kynferðisofbeldi, sjálfsvígshugsanir, sjálfseyðingarhvöt, mýtur, karlmennskuímynd

 • Útdráttur er á ensku

  Suicidal thoughts are common amongst male survivors of sexual abuse. However, only few studies exist. The purpose of this study was to examine suicidal thoughts in male survivors of sexual abuse.
  In this phenomenological study, in-depth interviews were conducted with seven male participants who had experienced sexual abuse and suicidal thoughts. Seventeen interviews were conducted; two with four participants and three interviews with the remaining three participants.
  The results show that suicidal thoughts in male survivors of sexual abuse is primarily a method for them to find peace and escape persistent thoughts og the abuse. Self-destructiveness was prevalent, mainly displayed in risky behaviour and suicidal thoughts. The participants experienced the masculine gender-role had affected them negatively and contributed to their internalising and oppressing their feelings. Moreover, the participants were apprehensive that they themselves would be labelled as abusers. Broken self-image, feelings of unworthiness, and negative thoughts were common, but the participants reported a vast sense relief through disclosure. The participants highly valued the support of others, including the knowledge and experience of health care practitioners, though they believed improvements could be made. After reaching adulthood, the participants had suffered from variety of mental health problems. Suicidal thoughts arose concurrently with situations occurring in their lives. Concepts of the masculine gender role and broken self-image were greatly influential factors, along with persisting societal attitudes towards male survivors of sexual abuse.
  The stigma associated with men showing their emotions must be eliminated. They must be able to speak about their traumatic experiences. Furthermore, the invaluable support and expertise of health care practitioners could be improved by attempting to gain a deeper understanding of their client´s personal traumas.
  Keywords: sexual abuse, suicidal thoughts, self-destructiveness, societal attitudes, masculiene gender-roles.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð Elísa 2018.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna