Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31124
Bakgrunnur: Langvarandi mikið álag í störfum hjúkrunarfræðinga eykur líkur á streitu og kulnun í starfi sem getur haft alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Mikilvægt er að reyna að draga úr þessari hættu með notkun réttra bjargráða.
Tilgangur: Að kanna streitu, kulnun og bjargráð á meðal heilsugæslu hjúkrunarfræðinga og auka skilning á þeim þáttum sem stuðla að streitu og kulnun, ásamt því að skoða hvaða bjargráð hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu nota.
Aðferð: Megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með hentugleikaúrtak Alls var 353 heilsugæsluhjúkrunarfræðingum boðinn þátttaka. Rannsóknin er hluti af áframhaldandi rannsókn. Spurningalistinn innihélt spurningar um bakgrunn þátttakenda, streitu (Perceived Stress Scale, PSS), kulnun (Copenhagen Burnout Inventory, CBI) og bjargráð (Ways of Coping, WOC).
Niðurstöður: Unnið var úr 150 svörum í þessari rannsókn. Megin niðurstöður sýndu að þátttakendur sem mældust yfir viðmiðum á PSS sýndu marktækt hærri kulnunareinkenni á öllum þáttum kulnunar: persónutengd kulnun (p < 0,001), starfstengd kulnun (p < 0,001), kulnun tengd skjólstæðingum (p < 0,05). Þeir notuðu einnig marktækt meira forðunarþætti í bjargráðum: forðunarhegðun (p < 0,01), forðunarhugsun (p < 0,05), fjarlæging (p < 0,05) en þeir sem voru undir viðmiðunarmörkum. Jákvæð marktæk fylgni kom í ljós á milli streitu, allra tegunda kulnunar og forðunarþátta í bjargráðum WOC skalans. Alls voru 21% þátttakenda með einkenni sem bentu til mikillar persónutengdrar kulnunar (C 18%) eða að vera útbrunnin og örmagna (D 3%). Þátttakendur sem mátu mönnun algerlega óviðunandi (80%) voru í flokki C og flokki D í persónutengdri kulnun. Báðir spurningalistarnir sýndu góðan áreiðanleika (Cronbach Alpha).
Ályktanir: Niðurstöður gefa tilefni til að skoða betur samspil streitu, kulnunar og bjargráða hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa við heilsugæslu. Þó taka beri niðurstöðum með ákveðinni varúð eru vísbendingar um að til staðar sé alvarleg streita og kulnun á meðal starfandi heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Niðurstöður sýna einnig að notkun ákveðinna bjargráða geta aukið líkur á streitu og kulnun.
Lykilorð: Streita, kulnun, bjargráð, heilsugæsluhjúkrun.
Background: Prolonged increased stress in the work nurses carry out increases the risk of stress and burnout which can seriously affect their mental and physical health. It is important to try to reduce this threat with the use of helpful coping strategies.
Purpose: To study stress, burnout and coping among community nurses and
to increase understanding of factors that contribute to stress and burnout, as well as investigating coping methods nurses in community healthcare use.
Method: A descriptive cross-sectional study using purpose sample. A total of 353 healthcare nurses were invited to participate. The study is part of an ongoing research project. The questionnaire included questions about demographic information, stress (Perceived Stress Scale, PSS), burnout (Copenhagen Burnout Inventory, CBI), and coping (Ways of Coping, WOC).
Results: Analysis of data in this study consisted of 150 responses. The main results showed that participants who were over the criteria for stress on the PSS were significantly more at risk for experiencing burnout in all the categories: personal burnout (p < 0,001), work-related burnout (p < 0,001), client-related burnout (p < 0,05). They also used significantly more often avoidance as a coping strategies, behavioral escape-avoidance (p < 0,01), cognitive escape-avoidance (p < 0,05) and distancing (p < 0,05) than those who were under the criteria for stress. A positive correlation was shown between stress, all the burnout categories and the using of avoidance categories on the WOC scale. In all, 21% of the participants showed severe symptoms of
personal burnout (C 18%) and being totally burned out with the feeling of a complete exhaustions (D 3%). Participants who rated the staff resources as completely inadequete (80%) were shown to belong to the category C and D for personal burnout. Both questionnaires showed good reliability (Cronbach Alpha).
Conclusions: Findings give a reason to investigate further the correlation between stress, burnout and coping and how these issues might influence each other amongst community healthcare nurses. Although findings should be taken with precaution they point to a serious level of stress and burnout being present amongst nurses working in this field. Findings also indicate that certain coping strategies might increase stress and burnout.
Keywords: Stress, burnout, coping, community healthcare nurses.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Streita, kulnun og bjargráð hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu.pdf | 993.85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |