is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31125

Titill: 
  • Kippt úr umferð í blóma lífsins : upplifun kvenna af snemmkomnu breytingaskeiði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Talið er að um 1% kvenna fari á breytingaskeið fyrir fertugt og er þá talað um snemmkomið breytingaskeið. Snemmkomið breytingaskeið getur haft líkamlegar og sálrænar afleiðingar auk þess að hafa áhrif á almenna heilsu ungra kvenna, þar með talið frjósemi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun kvenna á snemmkomnu breytingaskeiði með það að markmiði að dýpka skilning og auka þekkingu á málefninu. Valin var eigindleg fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð og stuðst við aðferð Vancouver-skólans. Þátttakendur voru 12 íslenskar konur sem greindust á aldrinum 27-39 ára. Þær voru valdar með tilgangsúrtaki. Tekin voru einstaklingsviðtöl við þær, og viðtölin skráð niður orð fyrir orð og síðan þemagreind. Yfirþema rannsóknarinnar var; að ná aftur jafnvægi í líkama og sál. Jafnframt komu fram fjögur meginþemu; ættarsaga, breytingaskeiðið skellur á, greiningarferli og leiðir til að lifa af. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er greint frá upplifun kvennanna, meðal annars tilfinningunni fyrir því að þekkja ekki sjálfan sig, þ.e.a.s. að upplifa sig ekki sem sömu manneskjuna og áður. Konurnar greindu einnig frá líkamlegri og andlegri vanlíðan og sumum fannst þær jafnvel vera geðveikar Þær greindu frá áfallinu sem fylgdi því að byrja svo snemma á breytingaskeiðinu. Þær voru með óljós einkenni miðað við aldur og gerðu sér ekki grein fyrir hvað var að hrjá þær. Einnig greindu þær frá þeim bjargráðum sem þær nýttu sér, samskiptum við maka og heilbrigðisþjónustunni. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að mörgum konum reynist erfitt að ganga í gengum snemmkomið breytingaskeið. Enn fremur benda niðurstöðurnar til þess að þær þurfi meiri stuðning og eftirfylgni fagfólks. Álykta má að konur hafi mikla þörf fyrir að geta leitað sér ráðgjafar. Þegar kona leitar til fagfólks með óljós einkenni þarf það að vera meðvitað um að hugsanlega eru þetta einkenni vegna snemmkomins breytingaskeiðs.
    Lykilorð: Eigindleg rannsókn, snemmkomið breytingaskeið, upplifun, einkenni.

  • Útdráttur er á ensku

    About 1% of women go through menopause under the age of 40 years, then it considered to be premature menopause. Premature menopause may have physical and psychological consequences, as well as affecting the overall health of young women, including fertility. The aim of the study was to explore women´s experiences of premature menopause and deepening the understanding and increasing the knowledge of the subject. This is a qualitative study, based on the Vancouver school of phenomenology. The participants were twelve Icelandic women, aged between 27-39 years. They were selected with purposeful sampling. The data was collected with individual interviews that were recorded words for word and then the themes selected. The over-arching theme of the study was; to regain balance in body and soul. There were also four main themes; family history, menopause hits you, analysis process and ways to survive. The findings of the study reveal the experiences of the women, including the feeling of not knowing your self . The women also reported physical and mental distress, and some even thought they were insane. They experienced a shock when they where diagnosed. They had unclear symptoms by age and did not realize what was causing them. They also reported the coping mechanism they used, relations with their spouses and health services. The results of the study indicate that many women find it hard to deal with premature menopause. Furthermore, the results indicate that they need more support from professionals and good follow-up by professionals is also needed. It can be concluded that women have a great need to seek advice. When a woman searches for professionals with unclear symptoms, they must be aware that these symptoms may be due to premature menopause.
    Keywords: Qualitative study, premature menopause, experience, symtoms.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.05.2019.
Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritger_loka.pdf1,73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna