is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31127

Titill: 
 • Heildræn nálgun : hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu og þjónusta þeirra við skjólstæðinga með sykursýki af gerð tvö
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sykursýki af tegund tvö (SS2) er vaxandi heilbrigðisvandi um allan heim og reiknað er með að fjöldi þeirra sem greinast með sjúkdóminn muni tvöfaldast á næstu 25 árum. Meðferð við sjúkdómnum hefur þróast mikið undanfarin ár, m.a. með aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og efla þjónustu hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu við skjólstæðinga með SS2. Rannsóknarspurningin var: Hvernig mæta hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu skjólstæðingum sínum með sykursýki af gerð tvö með tilliti til hæfni þeirra til sjálfsumönnunar og lífsstílsbreytinga? Til að leita svara við rannsóknarspurningunni var valin eigindleg innihaldsgreining. Viðtöl voru tekin við 18 hjúkrunarfræðinga í fjórum rýnihópum, tveimur úr heimahjúkrun og tveimur úr sykursýkismóttökum. Lykilþema rannsóknarinnar, „Heildræn nálgun“ er lýsandi fyrir viðhorf þátttakenda sem voru sammála um að þjónustan þurfi að vera einstaklingsmiðuð og styðjandi með góðri eftirfylgd. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í þremur þemum; einstaklingsmiðuð þjónusta, skjólstæðingur og hjúkrunarfræðingur og snúa þau að einstaklingsmiðaðri nálgun þjónustunnar, verklagi hjúkrunarfræðinga ásamt samskiptum þeirra og viðhorfum til annarra fagaðila og stofnana og að lokum þá þætti sem snúa beint að skjólstæðingunum sjálfum, sjálfsumönnun, sjálfsumhyggju og sjálfsábyrgð.
  Út frá niðurstöðunum má álykta að þrátt fyrir að þjónusta hjúkrunarstýrðra sykursýkismóttaka og heimahjúkrunar í heilsugæslu sé víða í góðum farvegi megi gera enn betur, m.a. með því að huga betur að andlegri líðan skjólstæðinga ásamt því að efla áhugahvetjandi samtalsmeðferð og þverfaglega teymisvinnu. Leggja má aukna áherslu á árangursmat þjónustu,verklagsleiðbeiningar og notkun matskvarða í nálgun hjúkrunarfræðinga í þjónustu við skjólstæðinga með SS2. Einnig má álykta að bæta þurfi samvinnu heimahjúkrunar og annarra fagaðila innan heilsugæslu. Lykilhugtök: Sykursýki af gerð tvö, heilsugæsla, hjúkrunarstýrð sykursýkismóttaka, heimahjúkrun, sjálfsumönnun og áhugahvetjandi samtalsmeðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Type 2 diabetes mellitus is globally an increasing health problem and number of those diagnosed is estimated to double over the next 25 years. Treatment of the disease has developed over the years, among other things because of increased involvement of nurses. The purpose of the study was to obtain knowledge of health care services provided by nurses in primary health care to enhance nursing service provided to clients with type 2 diabetes. The research question was: How do nurses in primary health care meet their clients with type 2 diabetes with regard to their self care and lifestyle changes? To answer the research question a qualitative content analysis was used. The data was collected in four focus group interviews of 4-5 participants in each group, with the total of 18. Two groups consisted of nurses in primary health care working in home-based care and other two nurses working in nurse-led diabetes care. The over-arching theme of the study was: „Holistic approach“ which describes the attitudes of the participants who all agreed that the service should be individualized and supportive with good follow-up. Three main themes were detected; individual care, the client and nurses, that describe the individual
  approach, procedures, communications and attitude towards other health
  professions and institutions and finally aspects that concern the clients themselves; self care, self caring and self responsibility. The results indicate that although the service in nurse-led diabetes care and home-based care is widely well handled it can be performed better, among other things by paying increased attention to psychological well-being, promoting motivational interviewing, team-based care and the use of practical guidelines and validated instruments. Collaboration of nurses in home-based care with other professionals within primary health care must be improved as well as emphasizing assessment of service for clients with type 2 diabetes.
  Keywords: Type 2 diabetes mellitus, primary health care, nurse-led diabetes care, home-based care, self care and motivational interviewing

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.05.2019.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni lokaskil apríl 2018.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna