is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31128

Titill: 
 • Barnið mitt er með ADHD – ætti það að spila tölvuleiki : áhrif NeuroPlus á úthald og virkni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með rannsókninni var að athuga hvaða áhrif tölvuleikurinn NeuroPlus hefði á úthald og virkni barna í skólastofu en nauðsynlegt er að styðja við börn með ADHD fyrir, sem og meðan, á skólagöngu þeirra stendur.
  ADHD er alþjóðleg skammstöfun á heitinu Attention Deficit Hyperactivity Disorder og er skilgreind sem röskun á taugaþroska. Aðaleinkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi en margvíslegar fylgiraskanir geta einnig komið í ljós eins og mótþróaþrjóskuröskun, sértækir námsörðugleikar, kvíði og þunglyndi. Talið er að um 5–8% barna greinist með ADHD. Af þeim er ein stúlka á móti tveimur til þremur drengjum.
  Fengnir voru sjö einstaklingar með ADHD til að spila tölvuleikinn NeuroPlus í fjórar vikur en leiknum er ætlað að auka athygli og slökun og draga úr hvatvísi barna með ADHD. Til að meta árangur þjálfunarinnar var notað einliðasnið en það er notað þegar einstaklingi eða litlum hópi er veitt íhlutun. Unnið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hefur inngrip með tölvuleik sem staðið hefur í fjórar vikur á úthald barna með ADHD og hvaða áhrif hefur notkun á tölvuleiknum á virkni barna í skólastofunni?
  Niðurstöður leiddu í ljós að úthald barna og virkni jókst með notkun tölvuleiksins þar sem þátttakendur náðu að þjálfa upp athygli/einbeitingu, draga úr hvatvísi og slaka betur á. Samhliða íhlutuninni fylltu umsjónarkennarar út ofvirknikvarða (e. ADHD–Rating Scale) til að kanna hvort þeir merktu breytingar á hegðun nemenda meðan á henni stóð. Listinn metur einkenni athyglisbrests annars vegar og hreyfiofvirkni og hvatvísi hins vegar og var fylltur út í upphafi inngrips og aftur fjórum vikum eftir að inngripi lauk. Niðurstöður sýndu að allir þátttakendur voru með færri einkenni ADHD en meðal annars mátti sjá að frammíköll höfðu minnkað og minna var um ráp.
  Heildarniðurstöður benda til að hægt sé að auka úthald og virkni barna með ADHD með NeuroPlus.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the research was to see if the computer game NeuroPlus would influence endurance and activity in the classroom, since it is necessary for children with ADHD to get good support before as well as during their schooling.
  ADHD or Attention Deficit Hyperactivity Disorder is defined as a neurological disorder. The main characteristics of ADHD is trouble with attention, hyperactivity and impulsivity but many other disorders can also follow like oppositional defiant disorder, selective learning disabilities, anxiety and depression. Around 5–8% of children are diagnosed with ADHD, one girl for every two–three boys.
  Seven individuals with ADHD played the videogame NeuroPlus for four weeks but the game is supposed to help kids with ADHD increase their attention and relaxation and reduce impulsivity. A single case design was used, that suits well when an individual or a small group receives an intervention to evaluate the results of the training. The research questions were: What influence does an intervention involving a four weeks training with a videogame have on the endurance for kids with ADHD and how does it influence the activity in the classroom?
  Results showed that the kids endurance increased and their participation in the classroom as well were the participants were able to train attention/focus, reduce impulsivity and increase relaxation. Alongside the intervention the teacher filled out the ADHD–Rating Scale to check if any changes in behavior would follow. The questionnaire that evaluates the symptoms of attention deficit as well as hyperactivity and impulsivity was used in the beginning, before the intervention as well as four weeks after the training had been finished. The results indicated that all participants showed fewer symptoms of ADHD, for example call-outs and walking about in the classroom had gone down. Overall results therefore indicate that NeuroPlus can be used to increase endurance and activity/participation of kids.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.06.2019.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AðalheiðurReynisdóttir_kennaradeildHA_V2018.pdf4.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna