is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31129

Titill: 
 • „Við erum alltaf að hjálpa þeim að verða betri á morgun en í gær“ : viðhorf leikskólakennara til gildis og eflingar tilfinningaþroska barna í leikskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilfinningaþroski er einn af mörgum þáttum í almennum þroska barna. Hann felur meðal annars í sér sjálfsvitund, sjálfsstjórn, sjálfsvirðingu, sjálfsöryggi, virðingu fyrir öðrum og jákvæða sjálfsmynd almennt. Ef vel er hugað að tilfinningaþroska og öllu sem hann felur í sér ásamt því að hann sé markvisst efldur er stuðlað að bættri andlegri líðan. Tilfinningaþroski tengist inn á marga þætti sem hafa áhrif á líf fólks meðal annars framtíðarvelgengni og líðan almennt. Það er því góð ástæða að byrja snemma að efla þroska barna á þessu sviði og þar sem börn í nútímasamfélagi verja almennt stórum hluta dagsins í leikskólanum ætti mikill hluti af þeirri eflingu að eiga sér stað þar.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá sýn á viðhorf leikskólakennara á gildi og eflingu tilfinningaþroska í leikskólastarfi. Með rannsókninni var leitast eftir að fá svör við því hver viðhorf leikskólakennara væru á eflingu tilfinningaþroska, hvort þeir telji hana eiga heima í leikskóla og þá hvar í starfinu og hvernig. Rannsóknin var eigindleg og voru tekin einstaklings viðtöl við fimm leikskólakennara á Eyjafjarðarsvæðinu. Spurningarnar í viðtölunum voru opnar en stuðst við fyrirfram ákveðinn spurningalista. Vegna þess hve fámennur viðmælendahópurinn var og á afmörkuðu svæði er ekki hægt að alhæfa um niðurstöður á alla leikskólakennara en hún veitir þó ákveðna sýn á efnið. Niðurstöður bentu til að gildi tilfinningaþroska að mati leikskólakennara sé mikið og að mikilvægt sé að efla hann í leikskólastarfi. Þátttakendur rannsóknarinnar töldu eflingu tilfinningaþroska eiga að fléttast inn í allt starf leikskólans og í ákveðnu flæði en ekki sem einstök námseining sem sérstaklega er tekin fyrir á ákveðnum stundum. Út frá þessu má draga þá ályktun að leikskólakennurum finnist efling tilfinningaþroska í leikskóla vera mjög mikilvæg og að þeir þurfi að vera meðvitaðir um það í öllu starfi leikskólans að flétta eflingu tilfinningaþroska barnanna inn í með fjölbreyttum hætti.

 • Útdráttur er á ensku

  Emotional development is one of many details in children’s general development. It includes among other identity, composure, self-esteem, competence, respect for others and a positive self-image. If emotional development and all it includes is well taken care of and systematically reinforced it promotes better psychological health. Emotional development is connected to many things that affect people’s lives, for example future success and general wellbeing. Because of this there is a good reason to start early to reinforce children’s development in this area and as children in modern society usually spend a big part of the day in kindergarten a large part of that reinforcement should occur there.
  The goal of this study was looking into the kindergarten teacher´s attitude towards the value and reinforcement of emotional development in kindergarten. The study is designed to explore kindergarten teacher´s attitude towards emotional development´s reinforcement, if they think it should be done in kindergarten and if so, where and how. The study is qualitative and individual interviews were taken with five kindergartens teachers on the Eyjafjörður area. The questions in the interviews were open but leaned on a beforehand prepared questionnaire.
  The conclusions indicate that the kindergarten teachers value emotional development highly and believe that it´s reinforcement in kindergarten is important. The participants think that emotional development´s reinforcement should be included in all kindergarten work and in its flow, but not as a special subject done in special sessions.
  From this a conclusion can be made that kindergarten teachers think that emotional development´s reinforcement is very important and that they have to be aware of it in all the kindergarten’s work and include children’s emotional developmental reinforcement into it in diverse ways.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.05.2138.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AldisHilmarsdottir_kennaradeildHA_V2018.pdf988.48 kBLokaður til...31.05.2138HeildartextiPDF