is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3113

Titill: 
  • Skólataskan og grunnskólabarnið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hlutfallslegu þyngd skólataska grunnskólabarna og hve mörg þeirra bera of þungar skólatöskur. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð til að svara rannsóknarspurningunum: (1) Hve þungar eru skólatöskur grunnskólabarna miðað við þyngd eigandans? (2) Hve stór hluti grunnskólabarna ber of þungar skólatöskur? (3) Hvaða munur er á milli þyngd skólataska eftir kyni, árgangi grunnskólabarna, grunnskólum í þéttbýli og dreifbýli og fámennum og fjölmennum grunnskólum? Þátttakendur voru 2062 nemendur í 1.-10. árgangi í 35 grunnskólum sem tóku þátt í Skólatöskudögunum á vegum Iðjuþjálfafélag Íslands vikuna 22.-26. september 2008. Tæplega 70 fagmenn, flestir iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar söfnuðu gögnum vítt og breitt um landið. Við greiningu gagna var tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) notað til að finna út meðaltal, staðalfrávik, miðgildi og spönn hlutfallslegu þyngdar skólataskanna og til að kanna marktækan mun á milli hópanna. Helstu niðurstöður sýndu að þyngd skólataska þátttakenda var að meðaltali 8,3% af líkamsþyngd eigandans, allt frá 0,83% upp í 34,24%. Ekki var marktækur munur á milli hlutfallslegrar þyngdar skólataskanna á milli kynja og árganga en niðurstöðurnar leiddu í ljós að drengir voru með hlutfallslega þyngri skólatöskur en stúlkur samfara hækkandi aldri. Þátttakendur í skólum í dreifbýli voru með hlutfallslega martækt léttari skólatöskur en þátttakendur í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
    Lykilhugtök: Grunnskólanemendur, þungar skólatöskur, megindleg rannsókn

Samþykkt: 
  • 29.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólataskan og grunnskólabarnið, fixed.pdf1.04 MBOpinn,Skólataskan og grunnskólabarnið-heildPDFSkoða/Opna