is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31130

Titill: 
 • Homo Zappiens? : upplýsingatækni við líffræðikennslu á framhaldsskólastigi, notkun, viðhorf og drög að menntabúðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Menntakerfið hefur þurft að aðlagast upplýsingatækni (UT) undanfarin ár sökum þeirrar hröðu þróunar sem hefur átt sér stað í samfélaginu frá iðnaðarsamfélagi til upplýsingasamfélags. Með tilkomu UT og breyttra áhersla við nám og kennslu hafa orðið miklar breytingar á því námsumhverfi sem kennarar starfa við í dag.
  Í verkefninu er gerð grein fyrir þeim tækifærum sem felast í samþættingu UT við skólastarf og þeim áskorunum sem henni fylgja. Farið er yfir hvernig notkun UT í framhaldsskólum birtist í opinberum plöggum og fjallað um innleiðingarlíkön sem styðja við tæknistutt nám sem og mikilvægi starfsþróunar og lærdómssamfélaga.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn inn í UT notkun líffræðikennara á framhaldsskólastigi. Leitað var eftir því í hve miklum mæli og með hvaða hætti kennarar beita tækninni en einnig hvaða þættir hefðu áhrif á notkun þeirra. Að lokum var þreifað fyrir áhuga þátttakenda á því að sækja menntabúðir sem hefðu það að markmiði að efla tengslanet líffræðikennara og auka UT notkun þeirra í starfi. Gagnaöflun fór fram í janúar og febrúar 2018. Úrtakið var byggt á upplýsingum af heimasíðum framhaldsskóla sem kenna líffræði eða líffræðitengdar greinar. Rafræn spurningakönnun var send út með tölvupósti og fengust tuttugu og tvö svör eða 37% svarhlutfall.
  Helstu niðurstöður benda til þess að þó að líffræðikennararnir sem tóku þátt í rannsókninni séu sammála um mikilvægi þess að nýta UT við kennslu er aðeins um helmingur þeirra sem telur sig nota hana mikið. Ýmsir áhrifaþættir, s.s. vöntun á tæknilegri aðstoð og mikill undirbúningstími, spila þar inn í. Þó að rannsóknin nái til lítils hóps kennara gefur hún engu að síður innsýn um eðli og umfang UT notkunar líffræðikennara á framhaldsskólastigi.

 • Útdráttur er á ensku

  The educational system has had to adapt to Information Technology (IT) in the recent years because of the fast development from the industrialized society to information society. The advent of IT along with changed emphasis on studying and teaching has led to great change in the study environment where teachers today work.
  In this thesis the opportunities that consist in the integration of IT to education and the challenges that follow will be addressed. What can be found in public records about the use of IT in junior colleges, deployment models that support computer-supported education, and also the importance of professional development and academic environment will be accounted for.
  The aim of the research was to gain insight into the use of IT among
  biology teachers on the upper secondary level. Information on how much and in what way the teachers use the technology was sought and what factors affected their use. Finally, the interest of participants in participating in IT based workshops that aimed at enhancing the contact network of biology teachers and increasing their use of IT in their jobs was looked into. Data acquisition was conducted in the months of January and February 2018 and the sample was based on information from homepages of upper secondary schools which have biology or biology related subjects in their curriculum. A computerized survey was sent by email. Twenty-seven responded to the survey which amounts to 37% participation.
  The main results of the survey indicate that all the biology teachers who participated, agree on the importance of the use of IT in education, but even so only half of them say they use IT much. Various influencing factors such as scarce technical assistance and a long preparation time play a part therein. Even though the research is limited to a small group of teachers, it gives a good insight into the nature and extent of biology teachers´ use of IT.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrynjaFinnsdóttir_HomoZappiens_kennaradeildHA_V2018.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna